Réttur - 01.02.1917, Síða 30
Sendibréí^
Herra Þorsteinn Þorsteinsson hagstofustjóri.
Af því að ég hefi átt ofurlítinn þátt í tilveru þessa
litla tímarits, sem vér köllum »Rétt«, og þér hafið sagt
svo margt og misjafnt um í »ritfregn« yðar í 81. tölu-
blaði »fsafoldar« þ. á., þá langar mig til að eiga orða-
stað við yður um nokkur af ummælum yðar í þessari
»ritfregn«, ekki til þess að hefja deilur við yður um
skoðanir og kenningar, hvorki yðar, né heldur þær, sem
þér segið að »Réttur« flytji; jaað yrði of langt mál, og
verður að bíða síns tíma og mér færari manna. Tilgang-
ur minn með þessum línum er aðeins sá, að við í bróð-
erni athugum, hvort rétt sé eða heppilegt að beita mjög
ýmsum fullyrðingum, sem þér hafið slöngvað út í »rit-
fregn« yðar, ef okkur er það alvörumál að leita sann-
leikans, eða réttara sagt að finna það réttasta sem auð-
ið er, með gætni og góðum vilja, í hverju máli sem er.
En þann tilgang einn, og engan annan, getið þér með
fullum rétti eignað höfundum »Réttar«, það eitterþeirra
yfirlýstur tilgangur með útgáfu ritsins. Mér finnst nefni-
lega að ýmsar af fullyrðingum yðar séu tvíeggjaðar, og
að vér »Réttar«-menn getum með jöfnum rétti beitt þeim
gegn yður, sem þér gegn oss, og sumar þeirra finnst
mér jafnvel að séu vindhögg út í bláinn.
Þér segið t. d. að höfundar »Réttar« »ætli að berjast
móti frjálsri samkepni«. Ég get með engu móti séð hvað