Réttur - 01.02.1917, Qupperneq 35
Sendibréf
37
skoðunum«. Þetta verður að skiljast svo, — annars væri
það meiningarlaust —, að allir þeir menn, sem þessa
flokka fylla, séu allra manna óbilgjarnastir og einstreng-
ingslegastir, án þess þeim sé sýnt nokkuð slíkt af
öðrum. —
En gætum vér »Réttar«-menn nú ekki, með fult eins
miklum rétti, sagt, að einmitt þessi fullyrðing yðar væri
»einstrengingsleg og óbilgjörn« gagnvart okkur? Sann-
leikurinn er, að þér háskólalærðu mennirnir hafið einn-
ig yðar »biblíu«, sem þér trúið á, engu síður »einstreng-
ingslega« en vér. í skólunum eru yður kend ákveðin og
afmörkuð fræðakerfi, sem nær því ætíð eru til orðin fyrir
all-löngum tíma, svo löngum, að þau hafa haft tíma til
að storkna í formum kenslubókanna. Rau eru því ætíð
bygð á, og miðuð við það, seni verið hefir, en aldre
við það, sem verið gæti, eða verða myndi, að fengnum
öðrum og nýjum skilyrðum og skipulagi. Ressi fræða-
kerfi verða yður svo allur sannleikur, verða yðar »biblía«,
sem myndar og mótar yðar veraldlega og félagslega trú-
arlíf, og gerir einmitt yður einstrengingslega og óbil-
gjarna gagnvart þeim, sem vilja fá framgengt einhverjum
breytingum. Skólarnir hafa sett gylta bólu í endann á
yður, og hana finnst yður alloft svo mikið um, að úr því
getur orðið lærdómsrembingur og lítilsvirðing alls ann-
ars en þess, er yður var kent; svo mikil lítilsvirðing, að
yður þykir ekki ómaksins vert að kynna yður rökin til
þess, sem þér kallið villukenningar. Heimurinn, mannlífið,
hefir því í yðar augum fengið fastskorðað útlit og svip-
roót, gamalmanns gervi, sem engin von sé til að yngist
upp, heldur verði að ganga til grafar í því gervi, sem
þér sáuð hann í, því gervi, sem yðar »biblía« hefir fært
hann í.' En hvað verður þá úr þróuninni (evolution), sem
vorir tímar þó trúa á? Hvað verður þá úr hinni eilífu
endurynging lífsins og mannvitsins? Haldið þér máske
að allir mögulegleikar þess séu tæmdir í skólum þess-
ara tíma? Rað er þó vitanlegt og viðurkent, að mann-