Réttur - 01.02.1917, Page 36
38
Réttur
vitið er altaf að finna ný lögmál, ný sannindi. í verkn-
aði öllum (teknik) dettur engum í hug að mótmæla
þessu. En mundu þá mannvitinu lokuð öll sund í hin-
um félagslegu og siðlegu efnum, eða nær ekki þróunin
til þeirra?
Peim mönnum, sem stefna að einhverju framtíðarmarki,
eftir föstum og gagnhugsuðum reglum, er ætíð brugðið
um einstrengingsskap og óbilgirni, fyrst og fremst af
þeim mönnum, sem enga grundvallaða lífsskoðun hafa,
enga framtíðarhugsjón, er sé þeim meira virði en eigin
augnabliks hagsmunir, auður eða völd, engar óskir eða
vonic um betri eða fegurri lífsreglur en þær, sem fylgt
hefir verið á umliðnum tímum, og hafa þvi sjálfir enga
lífsreglu aðra en makk og daður (Kompromis) við allar
stefnur og skoðanir, til þess að fleyta sér, og sínum
persónulegu hugðar- og hagsmunamálum, sem léttast í
gegnum boða og blindsker félagslífsins. Já, margir viður-
kenna opinberlega þessa lífsreglu, mæla með henni, og
gefa henni einskonar vísinda- og lífsreynslublæ með nafn-
inu: »praktisk pólitik«.
Sama ásökunin um einstrengingsskap og óbilgirni heyr-
ist einnig frá hálfu yðar, stofulærðu háskólamannanna,
af því þið eruð sjálfir einstrengingslegir, engu síður en
hugsjónamennirnir. Munurinn er sá, að aðrir trúa á for-
tíðina, hinir á framtíðina. Öðrum sýnist félagslífið vera
storknað í þeim formum, sem það aldrei framar fái rask-
ast úr, og þessum formum blanda þeir saman við hin
náttúrlegu grundvallarlögmál mannlífsins. Hinir trúa á
eilífa endurynging lífsformanna og mannvitsins, þeir vita
að þær myndir þess, sem fyrir þá bera, þá stuttu stund,
sem líf þeirra varir, eru aðeins augnabliks kvikmyndir,
sem bráðlega víkja fyrir nýjum og fullkomnari myndum.
Ekkert getur því verið jafn fráleitt og ranglátt sem það,
að bera höfundum »Réttar« á brýn, að þeir þykist hafa
fundið nokkur ævarandi og fullgild (absolut) sannindi í
nokkru tilliti, Engum er Ijósara en þeim, að mennirnir