Réttur - 01.02.1917, Qupperneq 50
52
Réttur
sem hafði liaft áhrif á margt fólk, og það ekki af lak-
asta tægi, áhrif sem enn eru ekki komin í Ijós nema að
nokkru leyti, og ef til vill verða eitt af því, sem setur
svip sinn á þjóðlíf íslendinga á næsta mannsaldri. Og
svo á að telja hann dauðan og heygðan. Nei. Hann lifir
meðan mynd hans lifir í huga vina hans, og meðan þeir
halda uppi jjeim hugsjónum, sem voru honum dýrmæt-
ara en lífið sjálft. Hann lifir líka í tímariti eins og »Rétti«,
sem m. a. á honum uppruna sinn að þakka.
fJegar ég dróst á við ritstjórn »Réttar« að skrifa um
Guðjón í tímaritið, bjóst ég við að geta ritað nokkurn
veginn ýtarlegt æfiágrip og mannlýsingu með aðstoð úr
ýmsum áttum. En það var hvorttveggja, að fjarlægðin
gerði mér örðugt að safna efni heiman af íslandi, enda
sá ég líka hitt, að mér mundi veita erfitt að bræða
saman efnið frá öðrum og sjálfum mér. Við Guðjón
vorum bekkjarbræður og sambýlismenn bæði í Reykja-
vík og Iiöfn, þar sem við lögðum stund á sömu náms-
grein, og af öllum þeim mönnum, sem ég hef kynst,
hefur hann líklega haft mest áhrif á mig. Ekki svo að
skilja, að við værum altaf sammála. Við vorum gagn-
ólíkir og litum oft hvor sinum augutn á málin, jafnvel
svo að öll vinátta okkar var í veði. En hann knúði mig
til þess að taka fastar á ýmsum viðfangsefnum og jafn-
vel á lífinu sjálfu — og enn joá er hann lifandi þáttur
af mér. Ressvegna má enginn heimta af mér hlutlæga
lýsingu. Eg segi frá manninum eins og ég þekti hann
og leit á hann. Aðrir menn hafa ef til vill eitthvað frá-
brugðna skoðun á honum — ekki einungis af því að
þeir hafa þekt hann öðruvísi, heldur líka af því að þeir
hafa haft önnur augu að sjá með.
II.
Guðjón kom í skóla 18 ára gamall, haustið 1901, og
settist í annan bekk. Hann var eldri í skóla en alment
gerðist og miklu þroskaðri. Skólalífið gerði lítið annað