Réttur - 01.02.1917, Qupperneq 51
Guðjón Baldvinsson
53
en framlengja þroskalínurnar frá æskuárunum. Hann var
námsmaður í bezta lagi, skýr og alvarlegur í hugsun,
stundaði námið með samvizkusemi og las þó altaf ýmis-
legt að auki. Hann var ör í lund og gat verið uppstökk-
ur, en var heitasti og einlægasti vinur vina sinna. Til-
finningar hans komu fram í öllum skoðunum hans á
skólamálum og iandsmálum. Frelsi og sjálfstæði voru
hugsjónir,. sem snemma heilluðu hug hans, og hann var
altaf að finna yzt í vinstra fylkingararmi. En hann kom
minna en við hefði mátt búast við skólamál og skrifaði
aldrei neitt í skólarit. Enda fór hann úr skóla þegar hann
hafði lokið fjórða bekkjar prófi og varð stúdent ári síð-
ar, vorið 1905.
Hann fór um haustið til Hafnar og tók að lesa nor-
ræna málfræði. Ekki mun hann samt helzt hafa kosið þá
grein, joví að á síðustu skólaárunum hafði hugurinn
hneigst mjög að heimspeki, einkum sálarfræði og sið-
fræði. Hann var þá rúmlega tvítugur, og á því skeiði
sem hugsunin snýst mjög inn á við og leíðbeiningar er
þörf í mörgum vafamálum. Samt var löngunin til þess
að lesa heimspeki ekki svo sterk, að hann vildi tefla á
tvær hættur. Hann sá litla afkomuvon á þeirri leið, og
var auk þess íslenzkumaður góður og hneigður fyrir
málanám.
Hugur hans er enn á reiki. Hann les sálarfræðina með
miklum áhuga, heldur áfram að athuga sjálfan sig og
vonast eftir að geta haldið áfram að fást við heimspeki
í hjáverkum sínum. Hann heldur að hann sé ástfanginn,
og vill þó i aðra röndina sporna á móti því. Viðfangs-
efnin eru enn þá persónuleg, Ibsen er uppáhaldshöfund-
ur hans, og hann finnur þar kröfur, sem eru skyldar
þeim, er hann gerði til sín og annara.
Tveir atburðir, sem komu fyrir hann fyrsta ög annað
árið í Höfn, marka tímamót í lífi hans.
Hann hafði kent mæði við vinnu sumarið áður en
sigldi. Hann var fyrst hræddur um, að það væri brjóst-