Réttur - 01.02.1917, Qupperneq 54
56
Réttur
hafa komið til hugar, ég heyrði hann aldrei segja neitt
í þá átt. Honum vildi líka til, að hann var örgeðja frem-
ur en þunglyndur að eðlisfari. Hann las bækur, sem
fyltu hug hans, hugsaði og var með fólki. Og smátt og
smátt dofnaði sviðinn, og tómu rúmin í huganum tóku
að fyllast. Maður, sem er gæddur jafnmiklum þrótti í
hugsun og jafnheitum tilfinningum, er fæddur hugsjöna-
maður. Hugsanir hans verða stórar og víðfaðma og uin
leið lifandi öfl, takmörk, sem hann berst fyrir.
Guðjón fann þriðja árið sitt í Höfn sína leið. Ég ætla
að lýsa henni með hans eigin orðum (í bréfi til Guðm.
Hlíðdals, 25. apríl, 1908): »Ég ætla að segja þér all-
miklar fréttir af mér, og í fáum orðum þó: Ég er kom-
inn að þeirri niðurstöðu, að hamingjan sé fólgin í því að
njóta vel allra hæfileika sinna, í því að finna að maður
sé frjáls, sé að fara fram, sé að vaxa, sé á réttri hillu.
En að hamingju leitum við öll saman. Nú hygg ég, að
ég njóti mín ekki eins vel, verði ekki eins frjáls, vaxi
ekki eins vel og verða mætti, ef ég held áfram þessa
leið, í prófs- og embættisáttina. Éví hef ég hugsað mér
að breyta utn strik. Ég hætti að búa mig undir embætt-
ispróf, en les af kappi til þess að verða alþýðukennari
heima á Fróni.
Nú þykist ég vera á réttri leið. Og ef svo er, þá er
það einna mest ritum konu einnar að þakka, sem heitir
Ellen Key. Hana hef ég lesið með áfergju og unaði ...
Mennirnir leggja stund á margt, rækta ýmislegt: jurtir,
gras, korngresi, ávexti o. s. frv., kýr, hesta, kindur o. s.
frv., og við íslendingar sendum ýmsa góða menn til út-
landa til þess að nema nýjustu aðferðir, kynnast nýjustu
kenningum í þessum efnum, og það er nú biessað og
gott.
En síðast en ekki sízt eiga menn að ieggja stund á
að rœkta sjálfa sig: menta sig í raun og sannleika, í
bezta skilningi prðsins,