Réttur - 01.02.1917, Qupperneq 58
60
Réttur
ef ég gæti frætt menn um eitthvað gagnlegt og — síð-
ast en ekki sízt — vakið einhverja góða hugsun. Mað-
urinn er eins og smádropi í hinum óskiljanlega fossi
lífsins. Og hámarkið er að verða einn af dropunum, sem
brýjur ljósið og myndar regnbogann yfir fossinum.«
(Úr bréfi til Quðm. Hlíðdals, Kaupmannahöfn, 7. maí,
1910.)
V.
Guðjón byrjaði háskólanám á því að leggja stund á
ritskyring (filologi) og sálárfræði. Pessar vísindagreinar
eru náskyldar og í raun og veru getur hvorug án ann-
arar verið. Og báðar leita fyrst og fremst skilnings. Sál-
arfræðingurinn lýsir hugarástöndum þeim, sem hann fjall-
ar um, flokkar þau, skýrir skilyrðin fyrir þeim o. s. frv.,
en hann skiftir {Deim'ekki niður í góð og ill, dæmir þau
ekki, leggur sömu alúð við þau hvort sem þau eru sjúk
eða heilbrigð. Og ritskýrandinn verður að lifa sig inn i
eldri og yngri rit, skilja hvert eftir sínum tíma og skýra
það í anda höfundarins. Dómarnir eru hér aukaatriði, og
verða að vera eins hlutlægir og hægt er.
Sálarfræðingnum hættir við að vilja taka hlutina eins
og þeir eru og minpa á orð Goethe, að þó mannkyninu
sífelt fari fram, þá sé maðurinn altaf sá sami. Umbóta-
maðurinn hugsar um, hvernig mennirnir og ástandið í
heiminum œttu að vera — og reynir að móta það, sem
hann nær til, eftir þeirri fyrirmynd. Ritskýrandinn venst
á að horfa aftur í tímann, því að hjálpar hans er mest
þörf við hin fornu rit, og hann lærir að hafa langt tíma-
bil í huganum í einu, og alt það sem hann hefur til
samanburðar getur gert hann varkáran og efagjarnan.
Umbótamaðurinn horfir fram og á það, sem hendi er
næst, og hann verður að vera gæddur trú á fyrirtæki
sín og ganga ótrauður að verkinu.
Rað var því engin íurða, þó að Guðjón fjarlægðist
þessar tvær fræðigreinar meir og meir, eftir þvf sem