Réttur - 01.02.1917, Qupperneq 85
Neistar
87
úr öllu valdi, né hvarfla upp og niður, eins og dag-
prísar. —
Fólksstraumurinn til höfuðstaðarins er eðlileg afleið-
ing skipulagsins og atvinnuhátta. Það fólk, sem aflar
árstekna sinna á örfáum mánuðum kýs heldur að eyða
hinum tímanum — vetrinum — þar sem straumurinn er
mestur, félagslíf, skemtanir og margskonar mentir. Hitt
á sér líka alt of víða stað, að bændur reyna að hafa
sem allra fæst fólk á vetrum — fleyta sér einir — þó
að af því leiði beinlínis og óbeinlínis, að þeir geta alls
eigi fullsetið jarðir sínar og að sveitirnar verða því aðeins
hálf-bygðar. Pví að erfitt verður bændum að fá kaupa-
fólk úr þeim flokki manna, sem er orðinn rótarslitinn
— hendist á milli eldanna, þar sem þeir brenna bezt —
og fær enga aðstöðu, né möguleika til þess að festa
aftur rætur í sveitunum. — Mér virðist að þau atriði,
sem eg drap nú á, séu ærið umhugsunarefni þeim mönn-
um, sem láta sig varða heill og hag þjóðarinnar, og að
hvort fyrir sig sé efni í leiðandi ritgerðir í rétta átt.«
* *
*
»Segðu mér eitt, kunningi; hvað virtist þér helzt til
fagnaðar í borginni?«
»það er fremur fátt á þessum tíma vetrar, sem fjöld-
inn gefur sig að, annað en »Bíó«-sýningar; leikfélagið
starfar lítið fyrri en líður á veturinn. En mér fanst að
»gamla gleðjan« mundi enn dreifa tímanum fyrir mörg-
um manni, og auðveldara virtist að nálgast hana þar en
í sveitunum. Eg hefði aldrei trúað því, fyrri en eg sá
það, að hún léti svo mikið á sér bera á götum bæjarins,
að mannfjöldinn reikaði enn í örvita- eða sæluvímu af
áhrifum hennar. Hitt er opinbert leyndarmál, að mýsnar,
sem læðast — »fína fólkið« —, gera sér eigi minni mat
úr gleðjunni innan húsa.«
»Já, þetta er nú samt alvarlegt mál, og erfitt mun að