Réttur - 01.02.1917, Side 87
Neistar
89
verzlunarstjórann. Þó reka þeir enga aðra atvinnu en þá,
að okra á gleðjunni. En bæjarfógetanum fórst það eigi
mjög stirðlega að skýra niðurjöfnunarnefndinni frá gjald-
þoli okraranna.
f*að er næstum snildarlqgt, hve alþýðunni og starfs-
mönnum þjóðarinnar tekst stundum vel að gera gott úr
fáránlegustu lögunum, sem okkar fáráða þing kemur í
framkvæmd að semja.
VI.
Kafli úr ræðu.
— Flutt af John S. Crosby, við útför Henry Georges
í Grand Central salnum, sunnudaginn 31. október 1897. —
»Þegar eg stend við dánarbeð þessa hjartkæra vinar
okkar, finst mér, að ef varir hans gætu rofið þögnina,
þá mundum við heyra þær segja: »F*ið skuluð ekki tala
um mig, heldur um hugsanir þær, sem eg hefi flutt. Eg
hefi fórnað þeim lífi mínu til þess að tryggja þeim við-
urkenningu og sigur í dagsins stríði og stjórnmálabaráttu
þjóðar minnar. Nú bið eg ykkur, sem eftir eruð á or-
ustuvellinum, að halda áfram baráttunni og bera fram
merki þeirra, unz sigurinn er unninn.«
Hversvegna hópast menn saman í dag, karlar og kon-
ur, eigi aðeins hér við þessa útför á strönd Atlantshafs-
ins, en einnig á hinni strönd meginlandsins, húsi því í
San Fransisko, þar sem vinur okkar bar fram í fyrsta
sinn, opinberlega, hina göfugu kenningu sína? Hvers-
vegna er söknuðurinn svo almennur yfir fráfalli hans,
eigi einungis í þessu landi, heldur í öllum löndum, sem
nafn hans þektu? Er það vegna þess að hann væri góð-
ur maður? — Já, hann var góður maður. Aldrei hefir