Réttur - 01.02.1917, Síða 93
Auðsjafnaðarkenningar 95
geðþótta og orku — samkepnisstefnan og einstaklings-
hyggjan. Má nefna þá sérhyggjumenn (individualista).
Báðir aðilar skiftust í fleiri sveitir. Fylgjendur einstaklings-
hyggjunnar beittu sér — undir ýmsum merkjum — gegn
einveldi konunga og landstjóra og öðrum höftum, sem '
háðu einstaklingsfrelsi og hugsunarfrelsi. Aðrir fengu
ríkisvernd til stuðnings hagsmunum sinum — verndar-
tollstefnan —, ýmsir verzlunar- og einokunarhringir.
Sérhyggjumenn vilja ná i sínar klær arði af vinnu og
náttúrugæðum, og útiloka aðra — almúgann. Eigi er
rúm til þess hér að benda á dæmi um hugsunarhátt
þeirra. En »Manchesterskólinn« svonefndi í Englandi
t. d. krafðist svo ódýrrar framleiðslu, sem unt er, tak-
markalausrar samkepni á viðskiftasviðinu, viðurkenningar
og verndunar fyrir skilyrðislausu frelsi einstaklingins til
að hagnýta sér auðmagn og vinnu. — Það er greinileg
mótsetning samvinnu- eða jafnaðarmanna. — Skoðanir,
sem kendar eru við Robert Malthus (1766—1834), eru
að miklu leyti lagðar til grundvallar í stefnu sérhyggju-
manna. Telur hann, að þjóðfélagsmeinin og örbirgðin
stafi af heimsku og ódugnaði lægri stéttanna — almúg-
ans. »Fólksfjölgunin er alls eigi fullkomið hnoss né
blessun; hún verður að sníðast eftir vöruframleiðslunni
og takmarkast með algildum höftum, ef það er eigi gert,
mun náttúran sjálf taka í strenginn, fækka fólkinu og
koma á jafnvægi, með landfarsóttum og sulti. — Þess-
vegna verður að viðhalda erfðaréttinum, efla sérréttindin
og útrýma betlilýðnum, því að jöfnuðurinn eykur aðeins
eymd og lesti.«
Prátt fyrir alt hafa þessir flokkar samkepnis- og sér-
hyggjumanna unnið sitt hlutverk í menningarsögunni.
F’eir voru einskonar plógar, sem rifu sundur einveldis-
höft og einstaklings-athafnahelsi miðaldanna.