Réttur - 01.02.1917, Page 94
06
Réttur
— — Hinn aðilinn — jafnaðarmenn — bentu skýrt á
að hagvisin — hið fjármunalega skipulag og arðskiftin —
væri sá möndull, sem alt annað snerist um. Fylking
þeirra skipaðist smánisaman mönnum úr flestum stéttum
‘ þjóðfélaganna. þó var þátttakan mest og öflugust úr hin-
um mikla múg lægri stéttanna. Pað, sem vakti lýðinn af
svefni og opnaði augu almúgans, var annarsvegar vél-
arnar og verksmiðju-stóriðnaðurinn, en hinsvegar alménna
skólaskyldan. Verkalýðurinn lærði að lesa og kynnast svo
hugsunum hvejr annars, og ennfremur hinna stéttanna.
Alþýðubókmentirnar urðu brú milli háskólanna og verka-
mannahreysanna. Öreigalýðurinn fann og skyldí orsakir
til skorts og ófrelsis, er mest þjakaði honum. Hann sá
að hagsmunir einstaklinganna og kröfur þeirra voru sam-
eiginlegar gagnvart öðrum stéttum, og sannfæring þeirra
varð sú, að með almennu þjóðasamtökum væru þeir
stórveldi, sém eigi mundi hrundið úr vegi.
Lýðurinn spyr eigi framar eftir skyldum sínum. Held-
ur: »Hvaða rétt höfðuð þið til að leggja mér þessar
skyldur á herðar?« Og þá var skamt til næstu spurning-
ar: »Hvar eru réttindi mín?« Nú sér hann að lífið hefir
ákveðið gildi og markmið og að því verði að stefna.
Breytingin er mikil, þó stjórnarbyltingin í hugum og til-
finning fjöldans sé eigi hávær. En hitt er sérstakt mál,
að hve miklu leyti sú bylling er farsæl og í hverjum
atriðum hún kann að vera viðsjál. En svona er nú mál-
unum komið, það er áreiðanlegt.
Eg tala hér um jafnaðarmenn (socialista) í víðustu
merkingu orösins. En kem síðar að hinum einstöku
flokkum byltingamanna og annara, sem teljast til þeirrar
heildar.
Jafnaðarmenskan (socialismus) er baráttan gegn strangri
og ákveðinni einstaklingshyggju (individualismus). Hún
er mótmæli gegn því skipulagi, þar sem lífsbaráttan verð-
ur blind eigingirni og einstaklingsbaráttan gerir auðsöfn-
un að æðsta markmiði. Hún raskar eigi gildandi ríkis-