Réttur - 01.02.1917, Qupperneq 99
Auðsjafnaðarkenningar 101
gátu þessi gætnu og raunhæfustu skipulagskerfi jafnað-
armanna notið sín þegar í stað og unriið að meinabót-
um, þar sem bráðust var nauðsyn á lægstu sviðunum,
með skapandi sjálfsdáð smælingjanna og samstöðu.
Bezta leiðin til þess að sameina auð (Kapital) og vinnu
virðist vera að veita verkamönnum hlutdeild í sameigin-
lega ágóðanum — framleiðsluarðinum. F’etta reyna þau
ýmist með samkomulagi, eða þá að þau láta kenna afls-
munar. Samtökin hafa hvervetna gefist vel og fært blessun.
Ágóðafélögin eru líka útbreidd í Frakklandi, Ameríku og
víðar. Náttúrlega liafa örlög þeirra verið misjöfn í byrj-
uninni. Aðalþroskaskilyrði þeirra eru aukin þekking og
siðferðisþrek lýðsins; en það felst líka í stefnuskrá og
starfi félaganna, að glæða það.
/arðskattsstefna (Georgista) er og friðsöm umbóta-
stefna, sem gengur beint til verks að einu höfuðmeini
skipulagsins, í skatta- og gjaldamálunum. Hún vill gera
rentuna af jörðinni að aðaltekjum ríkisins, þá rentu, sem
þjóðfélagið í heild og opinberar umbætur skapa, án
þess að skerða, eða amast við, uinráða- og ábúðar-
rétti einstaklinga. Hún leiðir óbeinlínis til að tryggja
þann rétt fleirum, en nú njóta hans. Stefnan hefir á síð-
ustu árum verið framkvæmd í ýmsum fylkjum í Ameríku
og í Ástralíu. F*ar er mótstaðan minst, jörðin síður erfða-
góss í höndum einstakra ættliða eða valdsmannna.
— — Allar þær stefnur, sem nú voru nefndar, höfðu
sitt gildi og vinna sitt hlutverk, hver í sínu landi. Nið-
urrifsstefnurnar eru ígildi plógsins, sníða sundur meinin
eins og kargaþýfi, en umbótastefnurnar herfa alt á eftir
og sá í akurinn. Allar breyta þær nokkuð gildandi skipu-
lagi meira og minna, aðeins misjafnlega hraðfara.
Pað er hinn mesti misskilningur og ókunnugleiki,
er sumir halda fram, að þessar stefnur joykist geta bætt
mannfélagsskipulagið og gerbreytt því með einni byltingu
á fáum áratugum, eða að höfundar [aeirra og forsprakk-
ar jafnaðarmanna hafi búist við svo skjótri útrýmingu