Réttur - 01.02.1917, Síða 101
Auðsjafnaðarkenningar
103
undanskildu því, að leggja niður herinn. — Naumast
þarf að taka fram, að jarðskattsmenn og samvinnufélag-
ar hugsa sízt til skjótra byltinga; það felst í eðli þeirra
kerfa að vera róttækar, vinna örugglega á og lúta lög-
máli þróunarinnar.
Enginn vafi er á því, að ýtrustu kröfur og dýpstu ný-
breytingar, t. d. lögjafnaðarmanna, eiga lengri framtíð
og fleiri aldir fyrir höndum, til framkvæmda, en forystu-
mennirnir hafa hugsað. En það er fremur kostur og ber
vott um hversu djúptækar þær eru.
Petta nægir til að sýna hversu mikil fjarstæða er að
eigna jafnaðarmönnum í heild sinni, að þeir hugsi til að
bylta öllu mannfélaginu á nokkrum áratugum.
* *
*
Orðin »auðsjafnaðarkenning« og »jarðskattur« virðast
ekki vera uppáhald íslendinga, og hugtökin javí síður.
Ymsir sýnast helzt hræðast þau, en aðrir hafa hvöt til
að fyrirlíta þau. Hversvegna? Hafa menn gert sér grein
fyrir því? — Margir rosknir og ráðnir bændur, einstöku
landsmálatúlkar og' skólamenn, rísa gegn. þeim eða vísa
á bug; rétt eins ög að hér sé um æsinga»lyf« að ræða,
sem orsaki stjórnarbyltingu, »veki stéttabaráttu« o. s. frv.
(sbr. »ísafold«). Hér á landi sé flest í röð og reglu, alt
í hófi, og betra en annarstaðar er. þessar stefnur eigi
ekkert erindi hingað, segja ýmsir, o. s. frv., o.' s. frv.
Peir virðast álíta, að hér sé um einhver alveg ný og
óþekt hugtök að ræða: »Jöfnuður auðsins.« »Pvílík fjar-
stæða.« »Alt þesskonar leiðir aðeins til þess að draga
úr framsókn einstaklinganna, varna þeim að neyta til
fulls hæfileiRa sinna og orku, eða afla eins mikilla auð-
æfa og þeim er unt,« segja sumir. Þessi áhrif og álykt-
anir mætti, ef til vill, leiða út af einhverjum atriðum í
ýtrustu skipulagskröfum lögjafnaðarmanna. — En hver
hefir haldið þeim fram hér á landi ? Mér er það ókunnugt.
En þrátt fyrir alt skrafið, er fátt tíðara og þektara hér