Réttur - 01.02.1917, Page 104
r
106 Réttur
in, í sumiim kauptúnum á Iandinu. En þau eru enn ó-
styrk og á frumskeiði. Þrátt fyrir það hafa þau sýnt
vinnuþiggjendum og allri þjóðinni að þaueruaðili; með
fullum rétti til þátt-töku í úthlutun arðs og lífsgæða sér
til handa. Og reynslan hefir synt það, hjá öllum þjóð-
um, að ef þau reyna ekki sjálf að gæta þarfa sinna og
halda vinnu sinni í fullu jafnvægisverði við aðrar mark-
aðsvörur, þá kreppa vinnuveitendur kaupið í lágmarks-
bóndabeygju, meðan þeim er það mögulegt.
Vinnan er vara verkamannafélaganna, að sínu leyti eins
og t. d. smjör og ket eru vörur framleiðslu- og verzl-
unarfélaganna. Hvorutveggju samtökin eru þvíjafnnauð-
synleg. — Með góðri stjórn og festu geta verkamanna-
félögin sjálf bezt trygt sér stöðuga atvinnu, með reglu
á vinnuframboði o. fl. — í Iíkingu við erlend félög, t.
d. þau ensku, sém lengst eru komin á þroskabrautinni.
Má til bendingar nefna vinnuráðningarskrifstofu, þar sem
mætast framboð og eftirspurn vinnuþiggjenda og vinnu-
veitenda. Félagsstjórnin semur um kaupið fyrir verka-
menn, eða þá skrifstofan. F*angað kæmi fremur atvinnu-
framboð frá fjarlægari stöðum. Ennfremur vil eg nefna
stofnun gerðardómstóla, sem skorið gæti úr ágreinings-
málum verkamanna og vinnuveitenda, og útiloki tíð verk-
föll, sem oft skaða báða aðila og ætíð þjóðfélagið. —
Petta og margt fleira, sem öllum er til góðs, geta aðeins
verkamannafélögin framkvæmt. Pannig fást nokkur óbeinu
ráðin til þess að skifta réttlátlega framleiðslu- og vinnu-
arði, með verkamönnum og vinnuveitendum. Fastskorð-
uð félög veita einstaklingunum sjálfsdáð og þrótt og
ábyrgðartilfinningu, skerpa samheldni og einingu. En
hverskonar fátækralöggjöf eða ölmusur veikja þessar ein-
kunnir hjá einstaklingnum. Félögin kenna mönnum að
hjálpa sér sjálfum úr skortinum og sorpinu, en löggjöf-
in og fátækrastyrkurinn kennir þeim leti og að treysta á
aðra. Félögin auka því einnig hag þeirra, sem útsvörin
greiða og þjóðfélagsins í heildinni.