Réttur - 01.02.1917, Page 109
Auðsjafnaðarkenningar 111
formi. Með þessum gjöldum má líka að nokkru leyti ná
í náttúruauðinn. Og óþarft tel eg að hafa fleiri skatta-
eða gjaldaliði. — En réttlátt gæti það verið og heppilegt,
að afla þjóðarbúinu tekna á þann hátt, að þjóðin hefði
einkaverzlun á sérstökum vörutegundum, steinoh'u, mun-
aðarvörum o. s. frv. — En þó vil eg einkum nefna síld-
ina. Tillögur hr. Böðvars Jónssonar um það mál, eru
orð í tíma töluð. Einkum af því, að á þennan hátt virð-
ist.helzt vinnast þrent: að landsmenn yfirleitt njóta gróð-
ans af síldinni, síkiaraflinn veröur að nokkru takmarkað-
ur og síldarmarkaðurinn betur trygður erlendis.
— — Einn af helztu mentamönnum þjóðarinnar, sem
mikið hefir fengist við þjóðmál, sagði einusinni við
mig um skattamálin, að í þeim efnum mundi aldrei unt
að segja hvað réttlátt væri, né hvaða tillögur væri heppi-
legastar. Vera má að það verði aldrei fundið til fulls, né
tæmt. En hverjum hugsandi manni er vorkunnarlaust að
sjá við samanburð, að ein stefna, eða tillaga, getur verið
annari réttlátari. — — Pað er t. d. eitthvað bogið við
það, að veita fullhraustum daglaunamönnum fátækrastyrk,
og greiða sífelt starfsmönnum þjóðarinnar launa- og
dýrtíðaruppbót; en taka aftur á móti fult svo mikinn
skerf af lífsnauðsynjum þeirra í landssjóð, eins og af
framleiðslu- og kaupsýslumönnum.
- — Eg heji nú lauslega skýrt frá þriðja skipulags-
svari jajnaðarmanna, við þeirri spurningu, sem kom jram
i upphaji þessarar ritgerðar. Að þjóðfélagið verði að fá
hlut sinn, að mestu i landleigunni, sern er eign þess og
skerðir eigi réttindi manna né vinnuarð; og þvi nœst með
beinurn sköttum, sem hvíli á gjaldþoli einstaklinga og
aðstöðu þeirra til nátiúrugœða; og í þriðja lagi er ágóði
af landseinkaverzlun, til tekjuauka; og hún miðar jafn-
framt til þess að gœta jafnvœgis meðal aivinnuveganna.
Á þenna hátt tryggfa þjóðfélagsgjöldin það bezt, ásamt
jélögunum og samvinnunni, að hver einstaklingur fái að
vinna, beita kröftum sinum, og njóta arðsins af eigin