Réttur - 01.02.1917, Page 111
Auðsjafnaðarkenningar 113
lögur til framkvæmda hugsjónum sínum — lögðu aðal-
áherzlu hver á sitt atriði. En hitt er mönnum eigi jafn-
kunnugt, að fylgismenn þessara stefna meðal ýmsra
þjóða eru meir og meir að færast saman —' draga úr
eða stíga yfir helztu ágreiningsatriði upphafsmannanna
og samrýma sameiginlegu atriðin, til framkvæmda í
félagsmálum og þjóðmálum. Þetta verður nánar skýrt
í næstu köflum. Fylgismenn landleigunnar eru andvígir
ríkismálaskipulagi og ýmsum kröfum lögjafnaðarmanna;
þeir lögðu og framanaf litla áherzlu á félagsuppeldi og
skipulag samvinnumanna, en í gegnum jarðarumráða- og
gjaldamálin vinna þeir alveg samhliða hinum að réttinda-
og auðsjöfnuði meðal allra þjóðfélagsborgara.
Hr. Þ. I3. bendir á, að »hvor þessara flokka álíti sína
biblíu og höfund hennar litlu óskeikulli en páfinn er
skoðaður meðal katólskra manna« ; þetta er að vísu al-
veg órökstutt, eins og flest annað í grein hans. En eg
sé ekkert á móti því, að kalla höfuðrit og fræðikerfi
hvers rithöfundar eða spekings biblíu. Eg þekki enga
óskeikula bók, er geti þessvegna átt einkarétt að nafninu,
og trúi því eigi skilyrðislaust á eina biblíu annari frem-
ur, en eg trúi því, að í mörgum ritum ýmsra höfunda
um þjóðmegunarmál finnist málsgreinar með varanlegu
sannleiksgildi, sem eru þýðingarmiklar og virðingarverð-
ar, eins og sannleiksorð siðfræðikerfanna.
Hr. I3. P. virðist eigi hugsanlegt að landleigan geti
nokkru sinni orðið tekjugrein þjóðarbúsins, nema í mjög
smáum stýl, sem lítilfjörlegur verðhækkunarskattur. Hvers-
vegna? Lesendurnir fá enga skýringu á því og hefðu þó
mátt vænta hennar, frá einum helzta hagfræðingi þjóðar-
innar. Og hvernig sannar hann, að eg hafi fallist á ein-
skattskenninguna í öfgafylstu mynd? — Annars er rit-
fregn hr. f*. F*. merkilegt tákn og einkennileg kveðja tií
okkar frá þeim flokki þjóðarinnar, sem hann telst til;
sýnir hún Ijósast, hvernig gætinn mentamaður á ekki að
8