Réttur


Réttur - 01.02.1919, Side 7

Réttur - 01.02.1919, Side 7
Veðrabrigði. 9 minni virðing verði fyrir þeim borin. En oft og tíðum er djúpið á milli þessara tveggja aðila svo breitt, að hvorugum dettur í hug að reyna að brúa það. Jafnvel á heimilunum verð- ur þess vart, að heimilisfólkið er ekki alt af sömu stétt. Eg þarf varla að benda ykkur á það, hve oft húsmæður, einkum í kaupstöðum, sýna hjúum sínum alt annað viðmót en öðr- um, sem þær umgangast. Húsbændurnir eru svo sem ekki mikið betri. En í kaupstöðum umgangast þeir venjulega hjúin svo lítið, að viðmóts þeirra gætir minna. — Pví fer fjarri, að allir húsbændur eigi hér óskilið mál. Fjölda margir eru farnir að sjá hvaða þýðingu það hefir, hvað það er eðli- legt, og livað það er sjálfsagt, að láta eitt yfir alla ganga á heimilinu og vera eins í viðmóti við alla. Vinnuhjúin hafa heldur ekki sinn skjöld hreinan í þessu efni. í fari þeirra gætir oft svo mikils undirlægjuskapar, að þau geta ekki þol- að frjálst og vingjarnlegt viðmót, án þess að misskilja það eða misbrúka á einhvern hátt. Mismunurinn milli húsbænda og hjúa er ekki nærri eins mikill til sveita og í kaupstöðum. í sumum sveitum að minsta kosti er hann hverfandi lítill. Til kaupstaðanna hefir þessi munur borist utan að, eins og svo margt annað. Og það hefir fram að þessu farið líkt um hann og vellystina og völskurnar hjá Bjarna Thorarinsen. — — »Út fyrir kaupstaði íslenskt í veður ef hún sér vogar, þá frýs hún í hel.« — 1 öðrum löndum ber miklu meira á þessum mun, en við eig- um að venjast. Par gætir hans mikið í borgum og bæjum, og þar fylgjast sveitaheimilin með, enda er niðurlæging hjúa og daglaunamanna upphaflega komin úr sveitunum þar. Hún á rót sína að rekja til herragarðanna, þar sem stórir hópar af vinnulýð urðu öldum saman að skríða í auðmýkt að fót- um jarðeigandanna, til þess að fá að vinna sér fyrir daglegu brauði, með þeim kjörum, sem þeim voru afskömtuð. Þræla- haldið í fornöld var auðvitað fyrirmyndin. En leiguliðarnir og hjúin á herragörðunum áttu að teljast frjálsir menn, og þessvegna var álitsmunurinn ennþá tilfinnanlegri. — Við eig- pm erfitt með að skilja, hvílíkt ógnadjúp var á milli aðals-

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.