Réttur


Réttur - 01.02.1919, Síða 8

Réttur - 01.02.1919, Síða 8
10 Réttur. mannsins, stolta og drambláta og leiguliðans, sem skalf á beinunum ef eigandinn byrsti sig. Hann þorði ekki að ympra á einu mögiunarorði, þó liann yrði að ganga með plógi lénsherrans dag eftir dag og verða sárfeginn hverjum mol- anum, sem til hans hraut af borðum drotnanna. Þó þessum mismun sé brugðið upp fyrir okkur á leiksviði eða í skáld- riti, þá skortir okkur ímyndunarafl, til að skilja hann eins og hann var. Þessi munur á stéttum hlaut að lokum að valda stormum í félagslífi manna. Punginn varð að jafnast. Stjórn- arbyltingin franska var fyrsta óveðrið. Síðan hafa allsnarpar kviður skollið á á ýmsum stöðum, en hreyfingin yfirleitt borist með jöfnum skrefum yfir þjóðfélögin og valdið ýmsum um- bótum á stjórnarfari og löggjöf landanna. — En stjórnfrels- ishreyfingin er aðeins forboði þeirrar hreyfingar, sem nú er að verða sterkasta hreyfingin hjá flestum þjóðum, jafnaðar- hreyfingarinnar, sem kemur fram í ýmsum myndum, eftir staðháttum og menningarblæ þjóðanna. Hún er auðvitað ná- skyld frelsishreyfingunni. Andinn er sá sami, að draga úr misjöfnum kjörum, að girða fyrir það, að nokkrum verði bakað böl, án þess að hann geti borið hönd yfir höfuð sér. En það voru nýjar stefnur í atvinnulífi þjóðanna, sem komu þeirri hreyfingu af stað. Eg ætla ekki að lýsa upptökum hreyfingarinnar að þessu sinni. Það yrði of langt mál, enda flestum líklega að nokkru leyti kunnugt. Aðeins skal eg benda á það, að þegar verksmiðjuiðnaðurinn fór að verða stærsti liðurinn í atvinnulífi þjóðanna, joá færðist auðurinn á hendur fárra manna, sem áttu vélarnar. þeir einir gátu látið vinna. Verkalýðurinn í borgunum varð því algerlega á þeirra valdi. Og af því færri menn þurfti til vinnunnar, þegar vélarnar voru teknar við, þá varð fjöldi þeirra manna atvinnu- laus, sem áður hafði lifað á handafla sínum. Þessir menn urðu því fegnir að bjóða sig verksmiðjueigendunum fyrir iægri laun en öðruin var goldið, til þess að fá þó eitthvað til að lifa af. A þenna hátt var hægt að koma á svo lágu kaupgjaldi við verksmiðjurnar, að verkamennirnir gátu með engu móti framfleytt fjölskyldum s'num, Þegar þess er gætt,

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.