Réttur - 01.02.1919, Qupperneq 11
Vedrabrigði.
13
ingastiganum. Hafi foreldrunum tekist að komast í einhverja
þá stöðu, sem eitthvað þykir hafin yfir alþýðuna, þá finst
mörgum það hið mesta ólán, ef börnin geta ekki haldist í
svipaðri stöðu, eða helst komist skör hærra. í því skyni er
reynt af öllum mætti að láta þau ganga skólaveginn, þótt
hvorki séu efni til þess, né hæfileiki hjá barninu. Þessvegna
verður margur pilturinn — og nú orðið mörg stúlkan líka,
— að sitja á skólabekk með sveittan skallann, við nám, sem
hann hefir enga ánægju af, en oft og tíðum erfiði og skap-
raun. En hann verður að Iæra, því annars tekur ekkert við
nema óbrotin verkamannastaða. t*að hefði hann nú ef til
kosið mikið heldur, ef hann hefði ekki verið svo óheppinn,
að faðir hans var kennari eða prestur eða skrifstofujDjónn við
einhverja verslun. — Og eg skal ekki neita því, að mörgum
foreldrum er það vorkunn, þó þeir skirrist við því að láta
börn sín verða að verkamönnum, eins og kjör þeirra eru nú,
bæði andlega og efnalega.
Meðan svona er, meðan menn sækjast alment meira eftir
einni stétt en annari, þá verður því ekki neitað, að talinn er
vera munur á mönnum. Og við þurfum ekki ar.nað en renna
augunum yfir það, sem við þekkjum í lífinu, til þess að ganga
úr skugga um það, að mikill munur er á ýmsum stéttum,
líka hér á landi. Lifnaðarháttunum tökum við best eftir. t*eir
skiftast aðallega í tvent. Aðra fínni, hina grófari, aðra rík-
mannlegri, hina fátæklegri. Qg iðulega skiftum við fólkinu
eftir þessu, þó við finnum, hve afarerfitt er að draga þar
nokkur takmörk. Pað er ekki altaf auðvelt að skera úr því,
hvað eigi að teljast til þess grófa, og hvað til þess fína.
Og ef litið er á hugsunarháttinn, þá sjáum við að flokkarn-
ir verða miklu fl^iri. Hugsunarhátt hvers einstaks flokks fyr-
ir sig er best hægt að lesa út úr viðræðum manna af þeim
flokki, þegar þeir eru einir sér. Framkoman og umræðuefn-
in þá eru venjulega spegill, er sýnir hve hugsunarhátturinn
er fjölskrúðugur og hve sjóndeildarhringurinn er víður. Og
nú skulum við líta á ýmsa flokka, sem við könnumst öll
meira eða minna við.