Réttur - 01.02.1919, Qupperneq 15
Veðrabrigði.
11
iðjulausir um lengri tíma, og baki með því vinnuveitendum
og þjóðfélaginu í heild sinni tjón, sem skiftir tugum þús-
unda, eða jafnvel hundruðum þúsunda. Stundum geti þeir
ekki stilt sig um, að spilla fyrir anðmönnunum, meiru eða
minnu. Margar af þessum sögum eru sannar, og það er
langt frá því, að þær séu allar fagrar eða glæsilegar. Það
er von að við, sem höfum vanist því að lifa í friði, eigum
erfitt með að átta okkur á því, að það séu hersveitir jafnað-
arins, sem þannig berjast. En getum við ekki skilið, að
»það era óirúleg ödæma hljóð, sem eru i hungruðum manni.«
Við verðum að muna eftir því, að það sem kom verka-
mannahreyfingunni af stað var það, að þúsundir af mönnum
voru hungraðir, og höfðu engin önnur ráð til að seðja hung-
ur sitt en þau, að heimta mat með valdi. Við verðum að
muna það, að þó verkamannafélögin eigi sér nú foringja,
sem ætlast má til að kunni að meta frið og spekt, og þó
fjölda margir verkamenn líði nú ekki sára neyð, þá eru altaf
einhverjir innan um, sem ekkert vita, og sem ekkert geta vit-
að, annað en það, að þeir eru svangir, og að einhver held-
ur fyrir þeim brauðinu, sem þeir eiga að fá fyrir strit sitt
og erfiði. Þessir menn geta ekki yfirvegað málavöxtu með
ró og stillingu. Það er ómögulegt að ætlast til þess. Þetta
verðum við að skilja, til þess að geta fyrirgefið verkamönn-
unum framkomu þeirra. Við verðum að skilja joá og fyrir-
gefa þeim, ef við ætlum að kenna þeim og bæta bresti
þeirra. — Þessu gleymum við altof oft, og þessvegna er
jafnaðarhreyfingin orðin það sem hún er, voldugur og sterk-
ur flokkur, sem stendur betur saman en nokkur annar flokk-
ur og er ákafari en nokkur annar, af því að hann var stofn-
aður til að heyja baráttu, sem lífsnauðsyn var að heyja,
Þýski þjóðfélagsfræðingurinn Rauschenbusch segist vera dá-
lítið hræddur um eitt, sem sé það, að þegar jafnaðarmanna-
flokkurinn sé búinn að vinna sigur, þá haldi hann samt á-
fram að vera til og geti þá staðið nýjum framförum fyrir
þrifum. »Félag, sem skapað er til að berjast rennur ekki í
2