Réttur


Réttur - 01.02.1919, Side 16

Réttur - 01.02.1919, Side 16
18 iRéttur. sundur þegar baráttunni er lokið, heldur berst það þá fyrir því, að halda sjálfu sér við lýði, og getur þá orðið ' haft á nýjum félagsframfötum.« Jafnaðarmannaflokkurinn er háður sömu lögum og aðrir flokkar. Pegar hann er orðinn flokk- ur, fer að bóla á þröngsýni og afbrýði gagnvart öðrum, sem oft og tíðum girðir fyrir það, að þekking og skilningur auk- ist innan flokksins. Pað er alveg sama sagan, sem við þekkj- um úr sögu trúarbragðanna. Trúarbragðaflokkar, sem gripið hafa dauðahaldi í þröngsýna bókstafstrú, verða logandi hrædd- ir við fróða rnenn og mentaða. Jafnaðarhreyfingin hefir ekki sloppið framhjá því skeri. Fleiri eða færri innan flokksins virðast vera álíka hræddir við lærðu mennina eins og flolck- urinn í heild sinni er hræddur við auðvaldið. En á þá að fyrirgefa jafnaðarmönnunum þröngsýnina fiem- ur en öðrum flokkum? Nei, alls ekki. Eg ætlast til að við lærum að fyrirgefa alla þröngsýni, hjá hvaða flokki sem er, hvort sem það er heldur æðri stéttar eða lægri. — Við get- um fyrirgefið þröngsýnina, þó við séum langt frá því að vera ánægð með hana, og þó við berjumst á móti henni og reynum að útrýma henni. En til þess að við getum fyrir- gefið, þá verðum við að geta skilið hvaða drög liggja til þröngsýninrar, verðum að skilja, hvað hefir gert hvern flokk að því, sem hann er. Verkmannahreyfingin er eðlileg afleiðing þess, að þessi stétt varð harðara úti en aðrar í lífsbaráttunni. Pjóðfélags- byrðarnar lögðust svo afarþungt á hana, að hún hlaut að brjótast undan farginu, og það gat ekki dregist lengur en það gerði, fyrst þeir sem okinu réðu sáu það ekki í tíma, að loftvogin varð að hætta að falla yfir þessutn svæðutn félagslífsins. Loftvogin varð að stíga, ef girða hefði átt fyrir storminn. En Ioftvogin steig ekki og störmurinn sUall á. Og hver spyr hvassviðrið að því, hversvegna það sé svona tnik- ið, eða hversvegna það rífi upp með rótum saklaus trén á jörðunni, brjóti niður mannvitki og hreki skipin um höfin. Menn vita að ekki er til neins að spyrja um þetta. Alt það, sem stritast á móti storminum, fær bara ennþá meira á

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.