Réttur


Réttur - 01.02.1919, Qupperneq 17

Réttur - 01.02.1919, Qupperneq 17
Veðrabrigbi. 19 honum að kenrta. — Verkamannahreyfingunni er í þessu efni eins varið og vindinum. Fyrst þungamunurinn, sem kom henni af stað, var svona mikill, þá hlaut hún að verða sterk, og þegar hún var komin af stað, þá hlaut hún að berast með jafnmiklum hraða yfir alt, sem á vegi hennar varð, hvort sem það átti nokkura sök á upptökum hennar eða ekki. Hreyfingin kom upp í þeim þjóðfélögum, sem mest höfðu til henftar unnið. En við því verður heldur ekki gert, þótt hún berist líka yfir önnur þjóðfélög. Og flokksandi verkamannaflokkanna styrkist að mun, í hvert sinn sem jafn- aðarstefnan verður fyrir opinberri mótspyrnu. Opinberar á- rásir á stefnu jafnaðarmanna verða aðeins til að þjappa fylgis- mönnum hennar saman til varnar. Jafnaðarhreyfingin er sköp- uð til þess að sækja á, en ekki til að verjast. Það má því altaf búast við því, að sérhver mótspyrna gegn kröfum jafn- aðarmanna verði til að valda nýrri sókn af þeirra hálfu. Rau- schenbusch segir um jafnaðarhreyfinguna, að hún þurfi stálegg til að höggva upp allar þær hindranir, sem verði á vegi hennar, og það muni ekkert geta stælt þessa egg, nema flokks- hlýðnin, flokkskenningin og flokkshatrið. Af þessari flokks- tilfinningu stafi hætta í framtíðinni. »En,« bætir hann við, »það er vort verk, að draga úr hættunni, en auka hin bless- unarríku störf jafnaðarmanna.* Hin blessunarríku störf, hver eru þaú? — Eg ætlaði að halda mér við þær hliðar jafnaðarhreyfingarinnar, sem valdið hafa misskilningi og mótstöðu annara. En fyrst eg mintist á blessunarríku störfin, þá verð eg aðeins að benda á hver þau eru. F*að er fljótgert. Með því að bindast föstum sam- tökum, vinna með áhuga að ákveðnum málum, — t. d. að koma á almennum tryggingum gegn slysum, veikindum eða atvinnuleysi, tryggja fátækum gamalmennum ellistyrk, bæta híbýli alþýðumanna og fleira af því tagi — hefir verkamönn- um tekist að menta sig svo, að fjöldi þeirra stendur nú ekki að baki öðrum í því, að hugsa um þjóðfélagsmál, þar sem jafnaðarmannafélögin eru búin að starfa lengst. Jafnaðarstefn- T
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.