Réttur


Réttur - 01.02.1919, Side 20

Réttur - 01.02.1919, Side 20
22 Réttur. veit að okkur auðnast ekki þetta. Eg veit að þjóðin okkar á eftir að skiftast í flokka, sem berjast um þetta efni ennþá í langan aldur, og það þó allir séu sammála um aðalatriðið, þó allir séu á einu máli um boðorðið þetta: »Alt skal frjálst, alt skal jafnt.« — Menn geta lengi barist um Ieiðirn- ar til að skifta, og vantrúin á það, að nokkurntímann takist að ná þessu marki, kallar suma undan merkjum. Og sumir vilja heldur berjast fyrir því með oddi og egg, að halda við því ástandi, sem er, heldur en að hætta á breytingar, þó þær sýnist glæsilegar. Pað er líka langelsta mótbáran gegn jafnaðarhreyfingunni þetta, að markmiðinu verði aldrei náð. Og það hefir svift margan manninn kjarkinum til að berjast fyrir því, að allir menn fái jafnan aðgang að öllu því besta, sem lífið hefir að bjóða. En það er af því, að hjá fjölda- mörgum er trúin ekki nógu sterk til að leggja út í baráttu, nema þeir sjái fram á, að þeir geti sjálfir borið sigurlaunin úr býtum. Okkur vantar trú þess manns sem kveður: Og þó að eg komist ei hálfa leið heim, og hvað sem á veginum bíður, þá held eg nú samt á hinn hrjóstruga geim og heilsa með fögnuði vagninum þeim, sem eitthvað í áttina líður. Og þó að þú hlæir þeim heimskingjum að, sem hér muni í ógöngum lenda, > þá skaltu ekki að eilífu efast um það, að aftur mun þar verða haldið af stað, uns brautin er brotin til enda. Með þá trú f brjósti getum við barist fyrir þessu máli. Jafnaðarbaráttan er nú að byrja hjá íslensku þjóðinni. Að- alviðureignin stendur fyrir dyrum, og það er okkar verk, að afstýra sem mest hættunni, sem af henni getur stafað, en efla blessunarríku áhrifin af fremsta megni. F*að besta, sem við getum gert, er að hafa áhrif á jafnaðarhreyfinguna, reyna að hjálpa henni yfir þá ásteitingarsteina, sem henn er hættast vjð

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.