Réttur


Réttur - 01.02.1919, Síða 32

Réttur - 01.02.1919, Síða 32
34 Réttur. aðalatvinnu. Þar eru öll hin bestu skilyrði grasbýla. Sjó- maðurinn þarf hvort sem er skýli yfir höfuðið, svo að bygg- ingarkostnaður yrði ekki sérstakur. Ef honum væri úthlutað nokkrum dagsláttum, mundi hann geta ræktað þær, og ann- ast að miklu leyti, í frístundum sínum og heima-setudöguin; einkum ef sjómenn ættu í samlögum hesta og jarðyrkjuverk- færi. Ymislegt felst til við sjóinn, bæði til áburðar og skepnu- fóðurs, sem létta mundi undir þennan smáa búnað, svo að grasbýlisbúandi gæti haft kú og nokkrar kindur, og haft betra fæði og farsælli afkomu en þurrabúðarmaður. — Þá mundi og geta komið til mála, þar sem best horfir við með garð- rœkt, og hægt er að ná í þara og annan ódýran áburð, að stofna smábýli, ef Ióðin væri alræktuð garðávöxtum, Þótt býlið væri ekki nema fáar dagsláttur, gæti fjölskylda lifað þar góðu lífi, ef hyggilega væri að öllu farið, og verk- færi notuð til að spara vinnukraft. Margar jarðir hér á landi eru víðáttumiklar og kostaríkar; hafa yfir ótæmandi náttúruauðlegð að ráða, á við margar smájarðirnar í kring. Fyrrum voru jarðir þessar mjög fólks- margar, bændurnir höfðu marga vinnumenn og vinnukonur, og beitarhús hér og hvar í landareigninni, og jörðin var vel nytjuð eftir aldarhætti. Meðan vinnufólk fékst til að vera í sveitum, og vinnnkrafturinn var sæmilega ódýr, gat það vel borgað sig að reka búskap á jörðum þessum, í samræmi við stærð þeirra. En nú virðist sú öldin, að fólkið, sem lifir á stóru jörðunum, er ekki öllu fleira, víða hvar, en á hinum smærri. Bændurnir á stóru jörðunum fá ekki fólk. Jarðaskrokkar þessir eru eigi meira en hálfnotaðir af ábú- anda til beitar, og engið fer í órækt eða er lánað burtu. Og bóndinn á stóru jörðinni hefir oft eigi betri afkomu en kotbóndinn. Fleiri og fleiri af þessum góðu jörðum eru nú að lenda í sjálfsábúð. Par vaxa upp börn, sem öll eiga jafnan rétt til jarðarinnar. En samkvæmt gamalli landsvenju, getur e:gi nema eitt barnið fengið ábúð á jörðinni Og það þarf að

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.