Réttur


Réttur - 01.02.1919, Síða 36

Réttur - 01.02.1919, Síða 36
38 Réttur, og túni, þá mundi síður hætta á ósamlyndi, og jarðirnar síður falla í einbýli aftur. Margir munu nú segja, að þær jarðir séu fáar, sem hægt er að skifta svo, að úr þeim verði tvær jarðir sæmilega stór- ar, En menn verða að gæta þess, að skiftingin á að byggjast á aukinni ræktun, og vera undirbúin um langan tíma. Eg hygg að helmingur allra jarða á landinu eigi svo mikilnátt- úrugœdi, að tvöfalda megi burðarmagn þeirra á tuttugu ár- um, ef bóndinn hefir áhuga á jarðræktinni og fjármagn í höndum.*) Allar þessar jarðir eru hæfar til skifta meðal erf- ingja einu sinni. En haldi jarðyrkjuframfarir áfram, og eink- um ef nýjar leiðir opnast í því efni, er líklegt að skifta megi stærstu jörðunum aftur og aftur, kynslóð eftir kynslóð, eftir því sem yrkjan lcemst á hærra stig; svo að úr einni jörð geti orðið dálítið bæjakerfi — eða sveitarkríli — ef til vill, alt bygt af afkomendum ættföðursins, sem jörðinni skifti fyrst. — Margar íslenskar jarðir hafa landstærð á við meðal sveit erlendis. — Eg hefi ekki enn gert ráð fyrir býla-fjölgun, sem bein- h'nis stafi af stórum vatnsveitu-fyrirtækjum. En auðvitað mun skifting, jarða eins og að framan er lýst, oft geta bygst á engja- rækt í smœrri sttl. En ætti að taka stór iandflæmi til vatns- ræktar, mundi býlafjölgunin verða með nokkuð öðru sniði. Sýnist það sjálfgefið, ef landssjóður leggur fram stórfé til engjaræktunar og vatnsvirkja, breytir stórum flákum af arð- litlu óræktarlandi í grösugar engjar, að þing og landstjórn eigi íhlutunarrétt um notkun landsins. Hagar víða þannig til í áveituhéruðum, að heppilegast mundi að stofna sveita- þorp, þar sem best eru túnstæði, og haglendi óræktað í ná- inunda, neytsluvatn, byggingarefni o. fl. — Pannig löguð þorp eru nú til, t. d. við Safamýri. Mig brestur kunnugleik til þess að vita, hvar helst væri von slíkra þorpa ; hygg þó að þau muni geta myndast sum- staðar í Flóanum, ef að áveitan kemst þar í framkvæmd; *) Síðar niun vikið að fjárhagsvandræðum landbúnaðarins.

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.