Réttur


Réttur - 01.02.1919, Page 38

Réttur - 01.02.1919, Page 38
40 Rétlur. til í bankanum* þegar bændur hafa beðið um smá-lán; þó að hundruðum þúsunda hafi, á sama tíma, verið ausið í botn- vörpu-útgerð, húsabyggingar og stórverslanir. Eigi hefir verið Iánað nema út á lítinn hluta af virðingarverði jarða og alls eigi, eða mjög lítið, út á byggingar í sveitum. Petta er þó eigi hið lalcasta. Flest bankalán eru víxlar og Ián til skamms tíma. En landbúnaðurinn er eigi eins og botnvörpuútgerð og verslun, að hann gefi mikinn gróða á fáum árum, eða mánuðum — og veltist í gjaldþrotum. Ef lagt er fé l rœktunarfyrirtœki, gefur þaö oft litinn arð fyrstu árin, en jafnan og vaxandi arð síðar, áratugum og öldum saman. Sjávarútvegur og verslun, geta. komist af með lán til skamms tíma. En rœktunin þarf lán, sem eru afborg- unarlitil framan af, en afborgast síðan, með jöfnum afborg- unum á löngum tima, meðan fyrirtœkið er sjálft að borga sig. Helst ættu ræktunarlánin að afborgast á 20 — 30 árum. Við þurfum að fá sérstakan rældunar-banka, með mörgum útibúum, Eg skal lofa mér fróðari mönnum að dæma um, hvort heppilegra sé að hafa hann í sambandi við Landsbank- ann, eða út af fyrir sig. — En ræktunar-bankinn á að lána fé á líkan liátt og ræktunarsjóðurinn gerir nú; en í miklu stærri stíl. Bóndi vill veita vatni á engi sitt, slélta túnið alt á fáum árum; koma upp girðingum, eða skifta jörðunni. Hann fer fyrst til sýslubúfræðings, sem þarf að vera þaulmentaður í sinni grein, og fær hjá honum lýsing á öllum staðháttum, kostnaðaráætlun um fyrirtækið, og álit um nytsemi þess. Öll þessi gögn sendir hann bankanum og biður um lán til margra ára. Bankinn hefir búfróða ráðanauta í þjónustu sinni og útibús-stjóra í hverri sýslu, sern þekkja eFnahag og áreiðan- leik manna í nágrenni sínu. Bankinn athugar fyrst máls- skjölin og Ieitar álits hinna búfróðu manna um fyrirtækið, og álits næsta útibús-stjóra um lánbeiðanda. Ef fyrirtækið er, að fróðra manna dómi, arðvænlegt, og maðurinn álitlegur til búþrifa, veitir bankinn honum lán, jafnvel þótt ekki sé jarð- arveð iyrir öllu láninu, heldur megi nokkur hluti tryggingar-

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.