Réttur


Réttur - 01.02.1919, Side 51

Réttur - 01.02.1919, Side 51
Samvinnufélögin og andstœðingarnir. 53 og viðvaranir út af þeim, þá virðist það allsennilegt, að skrif þeirra hafi eigi eingöngu verið gerð af umhyggju fyrir kaup- félögunum, og þeim, sem við þau skifta, heldur hafi sjálfs- elskan staðið á bak við. * * # i * >K * * * Samvinnustefnan, einkum kaupfélögin, hafa á síðustu miss- irum orðið fyrir þeim greiða, að sum helstu málgögn kaup- mannastéttarinnar hafa ritað ítarlega um það, hvert hlutverk verslunin eigi að vinna þjóðfélaginu, og hverjum sé betur trúandi til að leysa það af hendi, kaupmönnum eða kaup- félögum. Varð niðurstaðan auðvitað á þá leið, að öllum höfuðatriðum verslunarmálanna væri best borgið í höndum kaupmanna. Peirra væri þekkingin, dugnaðurinn og áreiðan- leikinn. I höndum kaupfélaganna gæti verslunin aldrei orðið það, sem hún ætti og þyrfti að vera, og bæri þar til vönt- un þeirra kosta, sem kaupmenn hefðu í svo ríkum mæli. Var jafnvel fullyrt, að þótt svo færi, að mest af verslun lands- ins kæmist í hendur kaupfélaganna, í bili, þá yrði slíkt eigi til frambúðar, heldur hlyti þau að velta undir byrðinni—og væri þá sennilegast, að verslunin kæmist á ný á útlendar hendur. Pessum kenningum hljóta allir samvinnumenn að neita ein- um rómi. Skal hér á eftir leitast við að færa rök fyrir því, að í grundvallaratriðum og fyrirkomulagi kaupfélaganna felist einmitt trygging fyrir því, að í þeirra höndum verði verslun- in best og affarasælust fyrir fjöldann, og eigi þau því skilið að eflast, uns þau eru orðin hið ráðandi afl í heimi við- skiftanna. * * * * * * * * * Hver sé tilgangurinn með stofnun og starfrækslu kaupfélag- anna, hygg eg best svarað með því að taka upp eina grein, sem er nokkurnvegin samhjóða í lögum margra kaupfélaga. Hún er á þessa leið: — -- — ^Pað er tilgangur félagsins og vilji, að umráð

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.