Réttur - 01.02.1919, Side 57
Samvinnufélögin og andsíæðingarnir. 59
viðskiftamanna víðast mjög litlar í kaupfélögunum, eins og
best má sjá á skýrslum þeim, sem kaupfél. birta árlega í
tímaritum.
Að kaupfélögin hafi eflt »heiðarlegt og heilbrigt viðskifta-
líf« þarf eigi að efa. Með því að innleiða þá venju, að
greiða vexti af skuldum og inneignum í félögunum, hefir
mönnum lærst reglusemi og áreiðanleiki. Einnig hafa þau
unnið mikið nauðsynjaverk, með því að gera verslunarkjörin
hin sömu fyrir fátæka sem ríka.
Pess má geta, að nú síðustu árin hafa kaupfélaga- og sam-
vinnumenn yfirhöfuð, barist örugt gegn fjárglæframönnum
þeim, sem svo mjög hafa vaðið uppi hin síðari ár, og verður
væntanlega skamt að bíða þess, að þeim takist að kveða þann
ófögnuð niður til fullnustu.
Fjársöfnun kaupfélaganna: Pað er eitt af höf-
uðskilyrðum þess, að framtíð hvers kaupfélags sé trygð, að
það safni sér fé, til þess að hafa í rekstrinum, og til trygg-
ingar ef óhöpp bera að höndum. Að þessu hafa flest kaup-
félög unnið af alúð, og er árangur víða orðinn sá, að mikl-
ir sjóðir hafa safnast; sumstaðar nægilegir til þess að greiða
aðkeyptar vörur út í hönd að miklu leyti.
Fræðsla í viðskiftamáluni: tíi þess má teija
útgáfu tímarita og annara bóka, sem um viðskifta- og sam-
vinnumál fjalla, og auk þess námsskeið og fyrirlestrarferðir.
Að þessu hefir verið unnið af Sambandsfélaginu að mun.
Tímariti hefir verið haldið út f meir en áratug, og hin síðari
ár verið sendir menn um landið til þess að halda fyrirlestra.
Nú síðustu árin hafa verið haldin námsskeið fyrir starfsmenn
kaupfélaganna, og verða þau að sjálfsögðu fyrirrennari reglu-
legs skóla fyrir samvinnufélags-starfsmenn.