Réttur


Réttur - 01.02.1919, Page 60

Réttur - 01.02.1919, Page 60
62 Réttur. sem þráin eftir vorinu. Engin huglömun jafn átakanleg fyrir það barn í fjarlægð, eins og vissan um það, að fá aldrei að njóta þess. Hversvegna er vorþráin mörkuð svo djúpt í eðli okkar? Vegna þess að hún er sjálf lífsþráin. Hversvegna dirf- umst vér að fullyrða, að íslenskt vor sé vor, í fyllra skilningi en víðast hvar annarsstaðar? Vegna þess að umskiftin eru svo stórfeld. Vetrarríkið svo mikið, vorið svo langþráð. Skamm- degið svo mikið, vorið svo bjart. — Vegna þess að vorhrifin náttúra landsins og tign himinsins fallast í faðma í dásamleg- asta samræmi. Hvernig tökum við æskumenn landsins á móti vorinu? Er- um við af því kotungakyni, að við göngum bognir út og inn, og tökum ekki eftir því, að Ioftið er bjart og náttúran fagnandi? Er leysing í hugum okkar svipuð Ieysingu landsins? Pvoum við huga okkar af áhyggjum og kvíða vetrarins? Vörpum við af okkur svefnoki og þunga skammdegisins, eins og fósturjörðin veltir af sér fargi þungra fanna? Breiðum við út faðminn á móti lífgjafa lands og lýðs, eins og hún breiðir út fjallafaðminn, og hefjum við brjóst okkar og önd- um djúpt, eins og hún andar að sér hafgolunni og frá sér fjallablænum? Veturinn er fyrir okkur íslendinga mörgum öðrum fremur tími viðhalds, — tími andófs gegn jötunmögnum storms og hríða. Við gerum sjaldan betur en að halda í horfi og láta ekki hrekjast af miði. Takist það, þykir vel ganga. Veturinn er því tími kyrstöðu, ekki einungis í gróðri landsins, heldur og í þroska sjálfra okkar og hugrekkis. Svo kemur vorið, sem veifar töfrasprota sínum yfii; landinu og breytir gaddfrosn- um jarðarsverðinum í gróandi líf. Barið springur út, teinung- arnir togna. Lífið svellur í brjósti náttúrunnar, og brýst fram á ólíklegustu stöðum. I lofti ómar sigursöngur vinanna okkar, sem hafa þreytt vængi sína um óravegu, til þess að fá að njóta íslensks vors. Það er sigursöngur lífsins yfir dauðanum, Ijóssins yfir myrkrinu. Náttúran er alt af jafn bjartsýn og hug- rökk, — jafn trú ákvörðun sinni. Hvernig er þá hugum okkar farið? Orka frjómögn vors-

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.