Réttur


Réttur - 01.02.1919, Síða 63

Réttur - 01.02.1919, Síða 63
Neistar. 65 kemur eftir hans dag. Hann þráir, að það megi hlúa að einhverju, sem hann hefir gróðursett í landinu, — að hann lifi í verkum sínum og að ættarmót hans þekkist á einhverju handtaki. Hann vill að vonir hans Iifi þótt hann deyi sjálf- ur. Slík börn viljum við vera móður okkar, að við hugs- um djarft og hugsum langt, — lengra en við sjálf náum. Að við lifum ekki einungis í samtíð okkar, heldur og í fram- tíð landsins. í dag er það ósk okkar allra, að þetta vor verði blessun- arríkt. Og það geri okkur stórhugaðri og starfsamari menn, þrautbetri í raunum, víðsýnni og vonbetri; — að það geri okkur sáttfúsari menn, máltugri huggara. Að huggróður okkar verði meir Ijóssækinn og rótsækinn, — að þar verði minna um sveppi, scfgras og lágplöntur, meira um þróttug og skrúðmikil krónublóni, þar sem blika litir ljósra dagga. J. A II. Tvær myndir. Þegar einstaklingarnir horfa í hugsanaspegilinn hver hjá öðrum, ber margt nýstárlegt fyrir augum, er að ýmsu leyti veitir fullkomna skýringu á starfsemi þeirra í Iífinu, og annað, er aldrei virðist fá byr til að komast upp á yfirborðið í sál- um þeirra. Fulltrúar tveggja andstæðra stefna — hugsjónamaðurinn og eigingirni íhaldsmaðurinn — koma fram með ýmsum blæ- brigðum í lífinu. Lítum á hina andlegu mynd eigingjarna uiannsins: Meginhugsun hans er sú, að gæta hagsmuna sinna, °g koma fram þeim áformum, sem honum einum eru hag- kvæm. Jafnan lítur hann svo á, að til þess að tryggja sjálf- um sér fullan vinning og lífsgæði, megi hann ekkert tillit 5

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.