Réttur


Réttur - 01.02.1919, Page 70

Réttur - 01.02.1919, Page 70
72 Réttur. heldur eftir ytri hjúp eða framkomu — en hún leitar að feg- urála hljómnum, hirðir hann efiir og eykur, hinu sleppir hún. Hún dæmir bók skáldsins óhlutdrægt, hvaðan sem hún er, — einn gullhreinn sannleiksgimsteinn gefur henni gildi — gallana hirðir hún ekki. — Hún hlustar á mig og gefur mér hljóð. Hún er, ekki að hlusta eftir bögumælum hjá mér, og ekki heldurað heimsku- legri setningu hjá mér; hún er að leita að góðri setningu, sannri setningu, sem hún geti lært. Finni hún eina, hirðir hún hana, hinu sleppir hún. Pví að »sönn menning« er altaf og alstaðar að le'ta, leita í öllu og á öllum, að einhverju gull- hreinu, einhverjum kjarna. Hún fleygir engu órannsökuðu, dæmir ekkert að óreyndu — og hún finnur hvergi »ekki neitt«, heldur alstaðar »eitthvað« — og í okkur öllum og hverjum um sig finnur hún einhvern þráð — einhvern silfurþráð, sem hún getur tætt úr, því rót »sannrar menningar« er vafalaust fólgin í eðli hvers einasta af okkur. Og þessvegna er það, að enginn okkar er *óhœfur«, og ekkert það, sem lífs er og heil- brigt, er óboðlegt, og altaf nógir menn, þegar hin sanna menn- ing hefir leyst »óttann við nútíðarmenninguna* upp við yl- geisla þess veruleika, að með okkur öllum býr þrá til starf- hæfni og fullkomins manngildis, sem fyrst og síðast þarf samúðaryl til að þroskast. — Samúðaryl, sem »óttinn við menn- inguna«, á ekki til, ogveldur að við nútíðarmenn fáum senni- lega ekki lagt annað fram, á hinu hæsta þingi, en heftan vilja, sem fylgiskjal með reikningnum um: hálfunnið dagsverk. N. N,

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.