Réttur


Réttur - 01.02.1923, Side 4

Réttur - 01.02.1923, Side 4
4 Rjettur. að gera ófýsilegt fyrir einstaklinga að eiga óyrkt lönd, og láta þá eina hafa umráðarjettinn, sem yrkja þau sjálfir — mundi hin opinbera landleiga gera bröskurum og landokrurum ókleyft, að halda auð- lindum jarðarinnar lokuðum, í þeim tilgangi, að sprengja upp veiðið við tækifæri. Með því að út- rýma þeim sköttum, er nú hvíla eins og hegning eða hemill á'þeim, sem auka framleiðsluna, myndi þetta skattafyrirkomulag tryggja hverjum einstaklingi ávöxt iðju sinnar. Að, með því að opna vinnukraftinum þannig leið að ó- takmörkuðum auðlindum landsins, myndi þessi stefna koma í veg fyrir atvinnuleysi, útrýma fátæktinni og gera það óhugsanlegt, að framleiðslan hrúgaðist upp á einum stað, samhliða því, að fólkið sveltur á öðr- um stöðunr, hún myndi láta vjelarnar, sem ljetta mönnum stritið, verða þeim til blessunar, gagnstætt því, sem nú á sjer stað — og koma til leiðar þeim breytinguin og háttum, við framleiðslu og skifting auðsins, að allir gætu búið og starfað saman í ein- drægni og friði, og hlotið rjettláta hlutdeild í gæð- um vaxandi menningar.

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.