Réttur


Réttur - 01.02.1923, Page 41

Réttur - 01.02.1923, Page 41
Rji ttur. 41 sáust fijúga í óslítandi breiðu í sömu átt na 3 daga í iðð. í einum hóp, sem tók úl yfir 180 fermílna svæði, var gisk- að á, að væri um eitt hundrað þúsund og fimm hundiuð miljónir (100500000000) fugla. Menn skyldu ætla að ómögu- legt hefðí verið að grynna á þessari mergð, svo að nokkru næmi, hvað þá lieldnr að gereyða henn', eða því sem nær, en það tókst þó furðan'ega. Morðfýmin var svo óseðjandi hjá einstökum mönnum þjóðarintiar; loftið var sópað með púðri og blýi, og fardúfunni steypt miljónum saman stein- dauðri til jarðar. A fáum áratugum, til þess að gera, var hún svo strádrepin, að nú er hún talin með sjaldgæfustu fuglum í Ameríku. A svipaðan hátt hafa rnenn farið að við útiýmingu ýmsra annaia dýrategunda í Ameríku og víðar. P*eir, sem gera sjer dýraveiði að atvinnu, gera sjer litla h-ug- mynd um hve miklar hörmungar og hvalir dýrin verða að þola, stm komast særð undan morðingjunum, til að veslast upp af hungri, þorsta og sá um, úti á víðavangi. Veiðihug- urinn og ánægjan af því að drepa, kæfir a’Iar göfugar til- finningar hjá manninum; hann verður samviskusljór þræl morðgirninnar, hefir enga meðaumkvun með dýiinu og sjer engan tilverurjett þess í náttúrunni, — — Jurtaríkið hjer á landi hefir engu síður en dýiaríkið fengið að kenna á ránseðli manna. Landið ber þess uú sorglegar menjar að juitagróðrinum hefir verið stjórnlaust bruðlað og eytt, einkum hefir það komið niður á skóginum, fegursta og tilkoniumesta gróðri landsins. f*að þarf ekki að fara mörgum orðum um burtruðning skóganna, öllum er nú orðið Ijóst það tjón, sem landið og þjóðin hafa beðið af henn'. Syndir feðranna, á því sviði, hafa komið óþyrmilega niður á núverandi kynslóð. Með því að bregða upp mynd af skógarspelli annara þjóða sjáum vjer í skuggsjá meðferð- ina á skóginum hjer. í öllum skógivöxnum löndum hefir skóareyðingin verið almenn. Á fáum öldum og áratugum hefir skógi veiið rutt af ólrúh ga viðáttumiklum landflæmum, og aðferðin við skógareyðinguna hefir nær því undantekn- ingarlaust verið hin sama hjá öllum þjóðum. Skógarspell,

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.