Réttur


Réttur - 01.02.1923, Page 42

Réttur - 01.02.1923, Page 42
42 Rjettur. sem ált hefír sjer stað hjá Síberíubúum, til skams tírna, bend r á sömu aðferðina, sem notuð var við burlruðning skóganna hjer á landi, sem annarsstaðar í Evrópu. I Síberíu eiu, eins og kunnugt er, afar víðlendir skógar og stórvaxnir. Skógarbrunar geisi þar tiðurn. Peir eyðleggja sturdum skóg ásvæði sem nemur tugum þúsunda ferkílómetra En það sem brunarnir spila, er þó í sjálfu sjer lítilsvirði, hjá því sem bændurnir eyðileggja. Bóndinn elst upp við hinn mikla skógarauð frá blaulu bamsbeini, og venst á að skoða hann sem ótæmandi fjársjóð, er hann hafi ótakmark- aða egnarheimild á, og megi fara með eins og honum þóknast. Hver skógareigandi gengur í valið, og heggur skóginn þar, sem honum sýnist, og svo mikið sem honum þóknast, í það og það skiftið. Menn spilla þá rhargfalt meiru en þeir nota sjálfir. Stórviðir eru höggn r n:ður í feg- ursta blóma, þótt ekki þurfi að nota nema ofurlítil sprek. Pegar húsaviður er högginn, fella menn þrisvar eða fjórum sinnum meira, en þeir þurfa á að halda. Afgangurinn er látinn liggja og fúna niður, án þess að hann sje notaður, svo mikið sem til eldsneytis. Afleiðingin af þessari skógar- bruðlun er sú, að skógar eru horfnir af viðáttumiklum svæð- um kringum bændabýlin, borgtrnar og meðfram öllum veg- um. Laudið lítur því ekki betur út, en eftir skógareldana, ef ekki ver, því að enginn skógur vex þarna aftur, vegna fjárbeitar, en þar sem eldurinn svift:r skóginum í burtu, vex vanalega skógur aftur, eftir langan tíma, einkum ef það er fjarii mannabygðum. Bannig miðar skógareyðingunum áfram jafnt og þjett í Síberíu. Par sem menn alast upp við mikinn nállúruauð, hverrar tegundar sein er, kunna þeir sjer ekki hóf og setja því eyðsl- unni engin takmörk. Slundarhagur er jafnan hafður fyrir augum, og engu skeytt, þó að eftirkomendurnir verði með súrum sveita og ærnum kostnaði, að aíla þess aftur, sem feð- urnir eyðilögðu í bl ndni, Sú skoðun ríkir hjer á landi eins og alsstaðar annarstaðar, að hlunnindin og landgæðin, hver sem þau eru, sjen ótak- /

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.