Réttur


Réttur - 01.02.1923, Page 82

Réttur - 01.02.1923, Page 82
82 Rjettur reikninga, þá skuli verðgildi krónunnar Iækka til muna, áður en farið er að taka út erlendis vörulánin til næsta árs. Það er vissulega eitthvað óheilbrigt í stjórn viðskifta- og bankamálanna, eitthvað, sem ineiri hluta kjósenda gengur illa að skilja eða taka til greina, því að ósenni- legt er, að það sje gert í kæruleysi, að láta þau mál sigla í sama kjölfarinu og áður. Kjósendum gengur illa að skilja, að þeir fái nokkuð ráðið við þau lögmál, sem ráða verðgildi krónunnar, þó að látlaust hafi verið bent á það í blöðunum, hvernig að því yrði unnið heima fyrir og í gegnum löggjafarvaldið. Ýmsir telja orsakir gengislækk- unarinnar utanaðkomandi, frá styijöldinni, og á þ\í hafa kaupsýslumenn alið; þeir vænta |oví, að slíkt lagist af sjálfu sjer. En þeir mega hoifa nær sjer. Hin takmarka- lausa seðlaútgáfa Islandsbanka má vafalaust teljast aðal- orsökin. Þing og stjórn hefir þar látið leiðast eftir hóf- lausum lántökukröfum kaupsýslumanna og útgerðarmanna annars vegar, en gróðagirni íslandsbanka-hluthafanna og skjólstæðinga þeirra hins vegar. Pappírspeningamergðin fór langt fram yfir það, sem verðmæti framleiðslunnar og gulltrygging bankans stóð fyrir. Þeir falla því meira í verði, sem meira er gefið út af þeim fram yfir þella takmark. Seðlarnir eru ávísanir á gullforða bankans og framleiðslu landsins, og útlendir kaupendur eru tregir til að gefa nafnverð fyrir þær ávísanir, sem lítið reynist á bak við og íslandsbanki sjálfur neitar að innleysa. Þess vegna er það nú ljóst öllum lieimi, að jojóöin frainleiðir ekki fult verðgildi seðlanna, þessara ávísana, sem hún hefir gefið út á sjálfa sig. Önnur orsök til gengislækkunarinuar er sú, að þjóðin hefir eytt nieiru en hún framleiðir og safnað skuldum út á við. Og í sambandi við það veldur geysimiklu sú fjáreyðsla, sem stafar af töpum kaupmanna, útgerðar- manna og gróðabrallsmanna. Þegar ársviðskiftareikning- ur þjóðarinnar út á við ber sig ekki, eu auk þess þarf þó að taka af ársframleiðslunni til að borga vexti og af-

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.