Réttur - 01.06.1939, Blaðsíða 70
frv. Svo þróngur stakkur er kennslunni sniðinn. Svo-
lítið tillil er lekið lil áhuga barnsins og lilhneyginga.
Svigrúm til eðlilegrar þróunar verður lilið, hætta er á
að persónuleikinn afskræmist og bælist niður. Sjaldan
kemur í'ram skilningur á því, að börnin séu ólíkir ein-
staklingar, sem hæfi mismunandi viðfangsefni, mis-
munandi vinnubrögð og hljóti að ]uóast eítir ýmsum
leiðum. Hitt virðist skólinn aftur á móti miðaður við,
að öll börn séu hvert öðru lík, álíka greind, hail
svipaðan þroska og svípaðar hneigðir. Þess vegna
geli þau öll fylgst að, þess vegna jnegi jnata þau
á |jví sama. — Eða réttara sagt: Skólinn er mið-
aður við miðlungsnemandann. Hann verður of erfiður
og þungur fyrir þá, sem ekki hafa meðalgreind. Þéir
l'yllast varilrausti á sjálfum sér, hætta að glíma við það,
sem' þeir íinna að er þeim ofurefli og læra því hálfu
minna en verið gæti ef viðíangsefnin væru sniðin eftir
getu þeirra og hæfileikum. Peir nemendur, sem gáfur
hafa meiri en i meðallagi, verða þó e. t. v. hálfu ver
úti. Fyrir þá eru verlcefnin of lélt, þeir hafa lítið að
fást við, geta ekki neytt þeirrar orku, sem inni fyrir
býr og þráir að brjótast út í dáðríku, skapandi starfi.
En geri skólinn þeim ekki fært, að etja kröftum sínum
á einhver óleyst verkefni, getur hæglega svo í'arið að
athaínaþráin sem inni fyrir býr, leiti sér útrásar þar
sem síður skyldi.
Hér hefur verið drepið á nokkur þau atriði, sem ný-
skólamenn gagnrýna harðlega í fari hins gamla skóla-
Og er þó mikið eftir. í fám orðum má segja að dómur
nýskólamanna sé þessi: í staðinn fyrir að styðja á allar
lundir að sjálfstæðri þróun sterks og heilbrigðs per-
sónuleika hjá hverju barni, beinist skipulag skólans
að því, að hefta hana og torvelda á ýmsan hátt. Séreðli
einstaklingsins fær hvergi að njóta sín. Hið þurra, vél-
genga skólakerfi varnar nemandanum sambands við
lífið sjálft og verður honum sá Gleipnir, sem hann fær
ekki af sér varpað.
150