Réttur - 01.04.1972, Blaðsíða 20
skammað formann þess óvægilega, en samkvæmt
félagslögum var hann ekki friðhelgur og hvergi
bannað að skamma hann.
Ég man, að Sigurjón Kristjánsson, sem líka var
vinur minn, lét orð falla á þá leið, að honum þætti
sárt að þurfa að leggja til að ég yrði rekinn úr fé-
laginu. Það mætti virða mér æsku mína til máls-
bóta (ég var þá 17 éra), en ég hefði talað illa um
foringjann og þess yrði ég að gjalda, þó að ég
léti stjórnast af mér verri mönnum.
Hér var ekki um endanlegan brottrekstur að
ræða. Við áttum að fá eitt ár til þess að átta okkur
og snúa frá villu okkar. Og á þessum betrunar-
tíma skyldi okkur ekki bannað að vinna fyrir okkur.
En guð mátti vera okkur náðugur, ef við hefðum
ekki tekið sinnaskiptum eftir árið. Þá skyldum
við sviptir öllum félagsréttindum, líka réttinum til
að vinna fyrir okkur.
Illa undi ég því að geta ekki haft áhrif á gang
mála í verklýðsfélaginu og sézt á fundargerð frá
18. sept. 1932, að ég hef skrifað félaginu og farið
fram á rétt til fundarsetu með málfrelsi og tillögu-
68
rétti og var það einróma samþykkt. Þykir mér
sennilegt, að Sigurjón Kristjánsson hafi þar átt
góðan hlut að máli.
Svo gerðist það 23. okt. s. á., að kosin var
nefnd til að koma fram með tillögur um hvort við,
hinir brottreknu, skyldum öðlast félagsréttindi á ný.
Hvergi sést að þessi nefnd hafi skilað áliti. Það
sóst heldur ekki að ég hafi verið tekinn í félagið
aftur, enda átti þess ekki að vera þörf, en 1934
er ég formannsefni minna samherja. Ingimann
gekk að nýju í félagið í smöluninni miklu fyrir að-
alfundinn 1937, sem ég kem að síðar, en er þó
nefndur sem ræðumaður á félagsfundi 20. nóv.
1936. Einar Sveinn mun aldrei hafa leitað eftir
félagsréttindum að nýju.
Brottreksturinn mæltist mjög illa fyrir út í frá
og fjöldi verkalýðsfélaga mótmælti honum og má
finna margar mótmælasamþykktir í blöðum komm-
únista frá þessum tíma.
Þessi hörðu átök í verklýðsfélaginu og við
kratana innan þess og utan, var undanfari skipu-
lagðra kommúnistasamtaka hér í bæ.
i