Réttur - 01.04.1972, Page 22
Ingimann Ólafsson
stofnuð, en 9. júní 1933 er hann á fundi í deildinni
og segir frá Novuslagnum á Akureyri, — og Jó-
hannes Stefánsson, sem líka var þá við nám í
Menntaskólanum á Akureyri og gekk inn 19. Jan.
1936 en hóf samstarf við okkur 1933.
FYRSTU BARÁTTUMÁLIN:
ÚTBREIÐSLA
VERKALÝÐSBLAÐSINS
Eins og gefur að skilja var okkur mjög í mun
að kynna sjónarmið Kommúnistaflokksins og vinna
stefnu hans fylgi. Almenningur hafði mjög óljósar
og rangar hugmyndir um flokkinn, enda ekki sparað
að ófrægja hann og afflytja á allar lundir.
Þegar á stofnfundinum var það mark sett, að
útvega Verklýðsþlaðinu 10 nýja áskrifendur, selja
25 eintök af blaðinu i lausasölu og safna 20 krón-
um i blaðsjóð fyrir 1. marz. Hvergi sézt hvort
þessu marki varð náð, en ég hygg að svo hafi
verið.
KOSNINGARÉTTUR
STYRKÞEGA
Árið 1932 varðaði þeginn sveitarstyrkur enn
missi kosningaréttar. Atvinnuleysi var mikið, eins
og öll kreppuárin, og neyddust mjög margir til
þess að þiggja sveitarstyrk og voru ekki á kjör-
skrá. Á öðrum fundi deildarinnar, sem haldinn var
1. febrúar 1932, var samþykkt að hefja baráttu
fyrir því, að nöfnum þeirra, sem sviptir höfðu verið
kosningarétti vegna þegins sveitarstyrks, yrði þætt
á kjörskrána. Man ég að við félagarnir gengum
milli þessa fólks og söfnuðum undirskriftum þess
undir kröfu til bæjarstjórnar um að það yrði tekið
á kjörskrá. Bar þetta góðan árangur. Undir kröf-
una skrifuðu 34 styrkþegar, og bæjarstjórn sam-
þykkti að telja allan fátækrastyrk veittan 1931
óendurkræfan, enda stafaði hann af því mikla at-
vinnuleysi, sem fylgdi kreppunni og lá eins og
mara á þjóðfélaginu. Eftir þetta mun maður aldrei
hafa verið sviptur kosningarétti I Neskaupstað
vegna þegins sveitarstyrks, og nokkrum árum síð-
ar var fellt niður úr lögum það rangláta ákvæði,
sem þessi réttindasvipting byggðist á.
ATVINNULEYSIS-
BARÁTTAN
Annars var atvinnuleysisbaráttan og starfið I
verklýðsfélaginu þungamiðjan I starfi kommúnista-
deildarinnar. Að frumkvæði reildarinnar voru haldn-
ir nokkrir atvinnuleysingjafundir og ég man eftir
atvinnuleysingjafundum, sem Einar Sveinn beitti sér
persónulega fyrir. Sérstaklega man ég eftir einum
slíkum fundi, sem haldinn var í bæjarþingsalnum
á Sómastöðum. Einar Sveinn kom tímanlega og um