Réttur


Réttur - 01.04.1972, Qupperneq 34

Réttur - 01.04.1972, Qupperneq 34
HETJAN FRÁ LEIPZIG Þann 18. júni eru liðin 90 ár siðan Georgi Dimitroff fæddist, sá maður, sem i svartnætti naz- ismans varð fyrsta volduga táknið um sigurmögu- leika verkalýðsins yfir honum og síðan leiðtogi i víðfeðma samfylkingarbaráttu gegn fasisma um all- an heim. SVARTNÆTTI FASISMANS Sigur nazismans í Þýzkalandi í ársbyrjun 1933 varð ægilegasta áfall, sem verklýðshreyfing ver- aldar hafði nokkru sinni orðið fyrir og ógnaði eigi aðeins öllu lýðræði, heldur sýndi og heiminum svart á hvítu að yfir vofði afturhvarf til örgustu harðstjórnar, afturfara og menningarleysis. Alþýða Evrópu hafði áður kynnst blóðugri harðstjórn auð- valds og afturhalds i löndum eins og Ungverjalandi og Finnlandi, þar sem auðmannastétt, er séð hafði framan í hættu á verkalýðsvöldum, hugðist uppræta alla frelsishreyfingu alþýðu, — og á Italíu var fas- ismi Mussolinis búinn að sigra fyrir nokkrum árum. En Þýzkaland var allt annað í augum alþýðu og lýðræðissinna en þessi lönd. Þýzkaland var ekki aðeins land Goethe og Schillers, hámenningarland Evrópu, — það var líka land Marx og Engels, for- ustuland sósíalistiskrar verklýðshreyfingar um ára- tugaskeið — og 1932 ennþá land hinna sterku og voldugu verklýðsflokka: Sósíaldemókratar höfðu í kosningunum 1932 7,3 miljónir kjósenda, Kommún- istaflokkurinn 6 miljónir. Trú þessara flokka sjálfra á það að sigur nazismans væri óhugsandi, var svo sterk að fyrirsögn málgagns þýzka Kommún- istaflokksins, Rote Fahne, (Rauði fáninn) eftir kosn- ingasigurinn í nóvember 1932 var: „6 miljóna flokk- ur verður ekki bannaður". („Eine 6 Millionen Partei lászt sich nicht verbieten", tilvitnun eftir minni). Sigur nazismans varð auðveldari og afleiðing- arnar ægilegri en nokkurn hefði grunað. Þýzku auðjöfrarnir höfðu ausið fé í nazistaflokkinn til að tryggja sigur hans og erindrekar þeirra knúð Hind- enburg forseta til að gera Hitler að ríkiskanslara og afhenda nazistum rikisvaldið. Og hið nazistiska auðvald Þýzkalands beið ekki boðanna: Fyrst var Kommúnistaflokkur Þýzkalands bannaður, fyrir ógn- ar-kosningarnar 5. marz 1933, — ikveikja nazista sjálfra í ríkisþinghúsinu notuð sem átylla, — síðan Sósíaldemókrataflokkurinn, þótt hann legði sig í duftið, til að reyna að forðast bann, — og því næst voru verklýðssamtökin bönnuð, rænd og síðan afskræmd. „Nótt hinna löngu hnífa" seig yfir Þýzkaland, allar róttækar og góðar bækur brennd- ar, rithöfundar gerðir útlægir eða hnepptir í fanga- búðir, sem nú risu um land allt og fylltust af komm- únistum og sósíaldemókrötum og öðrum lýðræðis- sinnum. Og hið hörmulega var: Voldugir verklýðsflokkar Þýzkalands létu þessar ógnir yfir sig ganga án þess að rísa upp til sameiginlegrar varnar: „Bani án bardaga" („Death without battle") var heitið á skáldsögu Ludwig Renn um atburðina. Kommún- istaflokkur Þýzkalands hafði að vísu hvað eftir ann- að boðið sósíaldemókrötum samfylkingu gegn naz- istahættunni og síðast lagt til að gert væri alls- herjarverkfall gegn valdatöku nazista. En sósíal- demókratarnir höfðu hafnað öllum slíkum tilboðum, fullir tálvona um möguleika friðsamlegra og lög- legra aðgerða til varnar gegn nazismanum, ng hræddir við að leggja út þá hörðu og tvísýnu baráttu, sem framundan hefði verið. Gamalt hatur girti fyrir gagnkvæmt traust, — blóð píslarvotta sósialismans, Karls Liebknechts, Rósu Luxemburg og ótal annarra, sem sósíaldemókrataleiðtogarnir báru og sök ó að úthellt var, gerði djúpið milli verklýðsflokkanna enn erfiðara að brúa, — áhrif landlægrar einangrunarstefnu í Kommúnistaflokkn- um hindruðu þá gerbreytingu á bardagaaðferð, sem aðstæðurnar kröfðust, — og áratuga samninga- makk og afsláttarstefna sósíaldemókrataflokksins gagnvart auðmannastéttinni leiddi til uppgjafar hans á úrslitastund. Hin brúna hönd nazistísks auðvalds barði niður volduga verklýðshreyfing Þýzkalands baráttulaust. Afturhaldið um allan heim færðist í aukana. Það eygði nýja von um að þurrka nú sósíalismann út 82
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.