Réttur


Réttur - 01.04.1972, Page 34

Réttur - 01.04.1972, Page 34
HETJAN FRÁ LEIPZIG Þann 18. júni eru liðin 90 ár siðan Georgi Dimitroff fæddist, sá maður, sem i svartnætti naz- ismans varð fyrsta volduga táknið um sigurmögu- leika verkalýðsins yfir honum og síðan leiðtogi i víðfeðma samfylkingarbaráttu gegn fasisma um all- an heim. SVARTNÆTTI FASISMANS Sigur nazismans í Þýzkalandi í ársbyrjun 1933 varð ægilegasta áfall, sem verklýðshreyfing ver- aldar hafði nokkru sinni orðið fyrir og ógnaði eigi aðeins öllu lýðræði, heldur sýndi og heiminum svart á hvítu að yfir vofði afturhvarf til örgustu harðstjórnar, afturfara og menningarleysis. Alþýða Evrópu hafði áður kynnst blóðugri harðstjórn auð- valds og afturhalds i löndum eins og Ungverjalandi og Finnlandi, þar sem auðmannastétt, er séð hafði framan í hættu á verkalýðsvöldum, hugðist uppræta alla frelsishreyfingu alþýðu, — og á Italíu var fas- ismi Mussolinis búinn að sigra fyrir nokkrum árum. En Þýzkaland var allt annað í augum alþýðu og lýðræðissinna en þessi lönd. Þýzkaland var ekki aðeins land Goethe og Schillers, hámenningarland Evrópu, — það var líka land Marx og Engels, for- ustuland sósíalistiskrar verklýðshreyfingar um ára- tugaskeið — og 1932 ennþá land hinna sterku og voldugu verklýðsflokka: Sósíaldemókratar höfðu í kosningunum 1932 7,3 miljónir kjósenda, Kommún- istaflokkurinn 6 miljónir. Trú þessara flokka sjálfra á það að sigur nazismans væri óhugsandi, var svo sterk að fyrirsögn málgagns þýzka Kommún- istaflokksins, Rote Fahne, (Rauði fáninn) eftir kosn- ingasigurinn í nóvember 1932 var: „6 miljóna flokk- ur verður ekki bannaður". („Eine 6 Millionen Partei lászt sich nicht verbieten", tilvitnun eftir minni). Sigur nazismans varð auðveldari og afleiðing- arnar ægilegri en nokkurn hefði grunað. Þýzku auðjöfrarnir höfðu ausið fé í nazistaflokkinn til að tryggja sigur hans og erindrekar þeirra knúð Hind- enburg forseta til að gera Hitler að ríkiskanslara og afhenda nazistum rikisvaldið. Og hið nazistiska auðvald Þýzkalands beið ekki boðanna: Fyrst var Kommúnistaflokkur Þýzkalands bannaður, fyrir ógn- ar-kosningarnar 5. marz 1933, — ikveikja nazista sjálfra í ríkisþinghúsinu notuð sem átylla, — síðan Sósíaldemókrataflokkurinn, þótt hann legði sig í duftið, til að reyna að forðast bann, — og því næst voru verklýðssamtökin bönnuð, rænd og síðan afskræmd. „Nótt hinna löngu hnífa" seig yfir Þýzkaland, allar róttækar og góðar bækur brennd- ar, rithöfundar gerðir útlægir eða hnepptir í fanga- búðir, sem nú risu um land allt og fylltust af komm- únistum og sósíaldemókrötum og öðrum lýðræðis- sinnum. Og hið hörmulega var: Voldugir verklýðsflokkar Þýzkalands létu þessar ógnir yfir sig ganga án þess að rísa upp til sameiginlegrar varnar: „Bani án bardaga" („Death without battle") var heitið á skáldsögu Ludwig Renn um atburðina. Kommún- istaflokkur Þýzkalands hafði að vísu hvað eftir ann- að boðið sósíaldemókrötum samfylkingu gegn naz- istahættunni og síðast lagt til að gert væri alls- herjarverkfall gegn valdatöku nazista. En sósíal- demókratarnir höfðu hafnað öllum slíkum tilboðum, fullir tálvona um möguleika friðsamlegra og lög- legra aðgerða til varnar gegn nazismanum, ng hræddir við að leggja út þá hörðu og tvísýnu baráttu, sem framundan hefði verið. Gamalt hatur girti fyrir gagnkvæmt traust, — blóð píslarvotta sósialismans, Karls Liebknechts, Rósu Luxemburg og ótal annarra, sem sósíaldemókrataleiðtogarnir báru og sök ó að úthellt var, gerði djúpið milli verklýðsflokkanna enn erfiðara að brúa, — áhrif landlægrar einangrunarstefnu í Kommúnistaflokkn- um hindruðu þá gerbreytingu á bardagaaðferð, sem aðstæðurnar kröfðust, — og áratuga samninga- makk og afsláttarstefna sósíaldemókrataflokksins gagnvart auðmannastéttinni leiddi til uppgjafar hans á úrslitastund. Hin brúna hönd nazistísks auðvalds barði niður volduga verklýðshreyfing Þýzkalands baráttulaust. Afturhaldið um allan heim færðist í aukana. Það eygði nýja von um að þurrka nú sósíalismann út 82

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.