Réttur


Réttur - 01.04.1972, Blaðsíða 39

Réttur - 01.04.1972, Blaðsíða 39
á, sé prangað inn á landsmenn, séu vanrækt- ar hinar félagslegu þarfir, sem erfiðara er að gera að söluvarningi. Sennilega skýrir þetta málið að einhverju leyti, en ég er þeirrar skoðunar, að við verðum að horfa annað í leit að frekari skýringu. Fleiri þættir í þróun menntamála en hinir fjárhagslegu gefa vís- bendingu um það, á hvaða leið þjóðfélagið er. Ohætt er að ganga út frá því að, séu menn ánægðir i skóla sínum og finni tilgang og fullnægju í því sem þeir gera þar, valda smávegis húsnæðisvandamál þeim ekki þung- um áhyggjum. Það getur að vísu verið ó- þægilegt að sitja þröngt í stofu eða flakka á milli kennslustofu og skólahúss eða vera til kl. 7 í skólanum á hverjum degi, en ég held ekki að svo friðsamt fólk og andsnúið „róttækum áðgerðum" sem menntaskólanem- ar eru upp til hópa rífi sig upp í mótmæla- göngu nema fleira komi til en vandamál af þessu tagi. Menntaskólar eru dálítið sérkennilegar stofnanir. Fólk, sem hefur þar nám af frjáls- um vilja, rekur sig fljótt á að ekki er ætlazt til að það haldi áfram að taka sjálfstæðar ákvarðanir, heldur hlíta flestar hreyfingar manna í þessum stofnunum ströngum fyrir- mælum og reglum, sem hörð viðurlög liggja við að brjóta. Menn reka sig líka fljótt á það, að þessar reglur gilda ekki jafnt um alla, heldur á sér stað mismunun, fyrst og fremst eftir uppruna og að nokkru leyti eftir náms- ástundun, frammistöðu í prófum og öðru framferði. Reglur skólans mæla fyrir um það, að mætt skuli í skólann alla daga, nám- ið stundað að mestu eftir forskrift (lesið und- ir tíma, skyndipróf, jólapróf, miðsvetrarpróf og vorpróf), en sjálfskipulagning þess kem- ur ekki til greina. Yalkostir þeir sem skólarn- ir bjóða upp á eru ekki fjölskrúðugir: annað- hvort skal mætt í alla tíma eða þá vera utan- skóla (og utanskólanemendur mega helzt ekki koma nálægt skólanum, þeir mega ekki taka þátt í félagslífi); hægt er að velja á milli mála- og stærðfræðideilda; það er hægt að velja á milli þess að fylgja reglum skól- ans, á yfirborðinu a. m. k., og vera þá látinn í friði og þess að taka sjálfstæða afstöðu og lenda í árekstrum við skólayfirvöld. Agi hefur verið til staðar í íslenzkum skól- um frá því að skólahald hófst á landinu, og sjálfsagt hefur hann oftast verið strangari en nú, sé mælt út frá beinni undirgefni undir valdboð. En sú tegund aga, sem haldið hefur innreið sína í íslenzka menntaskóla á síð- usm 2—4 árum felur í sér, þegar bemr er að gætt, algerari undirokun. Hierarkískt skriffinnsku-stjórnunarkerfi menntaskólanna (þar sem e.t.v. þarf að sækja skriflega um leyfi á sérstök eyðublöð til þess að fá leyfi úr tíma eða til að koma of seint) hefur í för með sér minni beina snertingu við þá að- ila sem boð og bönn setja; menn finna til máttleysis, og óánægja þeirra finnur sér ekki ásteytingsefni. Þegar þessi reynsla helzt í hendur við aðra svipaða, á heimilum, vinnu- stöðum og þar sem tómstundum er varið, fer ekki hjá því, að hún leiði af sér vanlíðan og í mörgum tilvikum taugaveiklun, og menn þróa með sér til uppbótar ýmiss konar hegð- unarhætti, sem oft leiða af sér frekari van- líðan. Aðeins lítill minnihluti menntaskólanema unir vel hag sínum í skólanum og finnur fullnægju í námi sínu. Aðrir þróa með sér ýmsar aðferðir til að gera sér lífið tiltölu- lega þolanlegt. Menn ástunda alls kyns yfir- borðshátt í skólanum, njóta aðstoðar sessu- nauta og hjálpargagna þegar [x:ir eru teknir upp, svindla á prófum, svíkja út vottorð og lifa þannig á ýmsa lund tvöföldu lífi. Menn leggjast af hálfgerðu trúarofstæki í briddsspil og alls kyns leiki, hanga á kaffihúsum alla daga eða koma sér upp annars konar tóm- 87
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.