Réttur


Réttur - 01.04.1972, Qupperneq 42

Réttur - 01.04.1972, Qupperneq 42
sterkasta fjármálavaldið í landinu, þegar að- eins verkalýðurinn áttar sig á aðstöðu sinni og knýr fram hagnýtingu hennar: Verklýðssamtökin eiga nú yfir 1800 milj- ónir króna í atvinnuleysistryggingasjóðum sínum. Hvílíkur fjársjóður það er, sést máski bezt, ef athugað er til samanburðar að eigið fé Landsbanka Islands, sem þó er sterkastur bankanna, er um 800 miljónir króna og eigið fé allra hinna bankanna vart meira til sam- ans. Auk þessa fjár munu verklýðssamtökin brátt eiga í lífeyrissjóðum fúlgur, sem að nokkrum árum liðnum skipta miljörðum kr. og um leið eykst stórum áhugi verkalýðs og hagsmunir verkamanna af að hindra þá þróun óðaverðbólgu, sem í senn eyðileggur þessar eignir verkamanna og rænir þá gildi ellilífeyris síns og kaupgjalds. Verkalýðurinn — og starfsfólk allt — hefur því ótvírætt tækifæri nú, til þess smá- saman að marka raunverulega stefnu í þágu vinnandi stéttanna á landinu, 1) í krafti pólitískra áhrifa sinna í þeim flokkum, sem hann hefur nú kosið til valda, — 2) í krafti undirtaka sinna í atvinnulífinu, ef þess ger- ist þörf að beita þeim, — 3) í krafti fjár- magns þess, er hann á og getur fengið umráð yfir, þegar hann beitir pólitísku valdi sínu til þess. Þetta tækifæri þarf verkalýðurinn að nota, verða sammála um hvernig beri að nota það og efla svo þroska sinn að hann megni að nota það rétt. Bandalag starfsmanna ríkis og bæja (BSRB) hefur innan sinna vébanda upp undir 8000 vinnandi manna og kvenna. Eignir hinna ýmsu lífeyrissjóða bæði starfs- manna ríkisins og ýmissa annarra starfs- mannafélaga, — og eru þá sjóðir verklýðs- félaga ekki reiknaðir með, — voru í árslok 1970 3.553 miljónir kr. og er giskað á að þær verði 1975 milli 8 og 11 miljarðar króna, líklegast tæpir 10 miljarðar kr. Earmanna- og fiskimannasambandið telur svo þar að auki um 5000 manns innan sinna vébanda á einhverjum þýðingarmestu vinnu- stöðvum þjóðarinnar. Til samans eru þessi samtök launafólks fulltrúi fyrir um 80% Islendinga og eiga brátt og geta ráðið yfir meirihluta alls lauss fjármagns í landinu. Auk þess er svo mikill hluti alls sparifjár eign smásparenda af al- þýðustétt. Sú hefur verið aðferð verðbólgubraskara borgarastéttarinnar að fá að ráðskast með þorrann af öllu sparifé og fjármagni lands- manna, og ýmist rýra gildi þess í meðförum um 12% á hverju ári eða glata því alveg. Það liggur í augum uppi að alþýða, sem sjálf á þorra hins lausa fjármagns, hefur hagsmuni af að varðveita gildi þess, stöðva verðbólguna, svo sem unnt er. Þar af leiðir m.a. að launafólk hefur ekki hag af þeim víxlhækkunum með tilvísun til ávinnings hvors aðila um sig, sem áður gat oft verið búbót í því allsherjarkaupráni og sparifjárþjófnaði, sem borgarastéttin iðkaði, meðan verðbólgubraskarar hennar réðu ferð- inni. En af því leiðir að samtök verkafólks og starfsfólks þyrftu að koma sér saman um að launahækkanir þeirra færu fram samtímis og til sama tíma, — sem sé að barátta þess- ara samtaka yrði sem mest samræmd, a. m. k. á meðan einhver von er um að alþýðustjórn gæti dregið úr verðbólgu. — Þetta er eitt ✓ margra mála, sem A.S.I. og B.S.R.B. þurfa að athuga sameiginlega. Tortryggni, meting- ur og þessháttar verður að víkja fyrir sam- eiginlegum skilningi á sameiginlegum hags- munum launafólks. F.F.S.I. þyrfti að vera með þeim í ráðum ef vel á að vera, en að ýmsu leyti hefur þó samband það sérstöðu. 90
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.