Réttur - 01.04.1972, Page 46
menntaskóla er skrifuð af þröngsýni og ein-
æði, sem er höfundi Atta radda úr pípulögn
ekki samboðin. Við getum hlegið að þessu
öllu saman eftir á sem fyrrverandi þátttak-
endur, kennarar og áhorfendur, en það breyt-
ir því ekki, að þetta stundum þreytandi fólk
er þó einmitt leitandi sálir.
Það er til dæmis ekkert undarlegt eða
óheilbrigt við það, að strákur í menntaskóla
kunni aðeins fjórar ljóðlínur eftir Ezra Pound,
en telji það ósjálfrátt siðferðilega skyldu sína
að reyna að gera skólasystkini sín þátttak-
endur í þessari hamingju. Þetta er rétt eins og
þegar maður uppgötvar, að Beethoven og
Mozart séu eitthvað annað en sinfóníugarg
og vill ólmur leiða aðra úr myrkrinu. Eða
þegar maður hefur loksins skilið sum hin ein-
földu grundvallaratriði marxismans, svo sem
eins og það, að allur borgaralegur réttur sé
í rauninni stéttarlegur óréttur. Þá er annað
fólk litið vorkunnlátum augum. I sem stytztu
máli sagt, þá er menningarsnobbið framfara-
viðleitni, hversu hvimleitt sem ýmsum kann
að þykja það, og í því er einatt fólgin meiri
einlægni en hjásetumönnum er Ijóst. Svo er
líka til annarskonar snobb, niðurávið, sem
er engu geðslegra en hitt. sem hér er haft
að skotspæni.
Hvaðan kemur höfundi t.d. sú vitneskja,
að hinir ungu menningarbjargvættir telji
sjálfum sér trú um, að þeir hafi lesið allan
Ezra Pound, en ekki aðeins þessar þrátt-
nefndu fjórar línur? Slíkur eiginleiki er helzt
til sem hugarfóstur andstæðinga þeirra eða
öfundarmanna. En hitt er skelfing venjulegur
hlutur, að þeim sem ekkert vita finnist hinir,
sem örlítið vita, tala af talsverðu yfirlæti, og
veldur þetta oft grátlegum misskilningi.
Það er sömuleiðis grunnfærnislegt að telja
stuttleika Rimbauds og Jóhanns Jónssonar
helztu ástæðuna fyrir vinsældum þeirra. Fyrir
utan hjól tízkunnar koma hér líka til athug-
unar þau eldgömlu fyrirbrigði, sem kallast
magn og gæði. Og að öllu öðru jöfnu hlýtur
stutt bók að teljast fullkomnara verk en löng.
Undir lok kapítulans kemur svo þessi grát-
broslega viðurkenning: „Þeir voru flestir ó-
mótaðir." Nema hvað? Hver getur búizt við
öðru en að krakkar í menntaskóla séu ómót-
aðir. Hvenær eru menn eiginlega orðnir mót-
aðir? Það er áreiðanlega nokkuð háskalegt
stig, þegar maður fer að telja sig orðinn full-
mótaðan og sjálfsagt ekki sízt fyrir rithöfund.
Það er mikið talað um kynslóðabil nú á
dögum. Líklega er þetta bil þó hvorki meira
né minná en verið hefur og fer minna eftir
líkamlegri en andlegri elli. Hið raunverulega
kynslóðabil á sjálfsagt meira skylt við spurn-
ingar og svör Jónasar Hallgrímssonar: Hvað
er skammlífi? Skortur lífsnautnar. Hvað er
langlífi? Lífsnautnin frjóva.
Þar sem Vésteini virðist ganga gott til
gagnvart mannkyninu, ætti hann að virkja
geðvonzku sína til þarfari hluta en gera
skimpi að þroskaviðleitni ungra menningar-
vita. Þótt úr þeim hópi spretti margskonar
kvistir, þá eru einmitt þess á meðal mörg
okkar beztu börn. Það er einmitt þetta fólk,
sem nú virðist ætla að verða spilltri yfirstétt
hvað hættulegast í menntaskólum og háskól-
um víða um heim. Vilji menn af einlægni
ráðast gegn meinsemdum þjóðfélagsins, verð-
ur að gera greinarmun á illkynjuðum æxlum
og meinlausum graftarbólum, sem oft eru
ekki annað en eðlileg þroskamerki á ungling-
um. Annars verður úr öllu saman smásálar-
legt og afturhaldslegt skítkast móti vindi, sem
veldur leiðindakaunum á annars þroskavæn-
legum höfundi.
94