Réttur


Réttur - 01.04.1972, Qupperneq 48

Réttur - 01.04.1972, Qupperneq 48
þjóðfélagsins óhjákvæmilega eigi þessi mál að færast í betri horf. Eitt brýnasta verkefni þess hóps er að afhjúpa þá kenningu að skól- ar séu þeim sem um þá fara vænlegir til þroskaaukningar og andlegrar upphafningar. Það opnast hverjum þeim sem lítur upp úr skólabókunum og ver tíma til að hugleiða tilgang „menntunar", að þeir eru á engan hátt æsku landsins til betrunar hugans. Ann- ars vegar hafa skólár það hlutverk að út- vega atvinnurekendum nægilegt framboð af sérfræðingum ýmiss konar, og hins vegar að innræta nemendum borgaraleg lífsviðhorf. Þannig er Ijóst að nemendur eru ekki í menntaskólum og háskólum til þroskaaukn- ingar og áð þeir verði jákvæðari samfélags- verur heldur eru þeir þar nauðsynlegir fyrir viðgang borgarastéttarinnar og til viðhalds skipulagi hennar. Með öðrum orðum; skól- arnir geta aldrei orðið stofnanir sem efli gagnrýna hugsun og hafi það að höfuðmark- miði sínu að þroska nemendur sína sem sjálf- stæða einstaklinga meðan borgarastéttin er ráðandi afl í þjóðfélaginu. Ræturnar að mein- semdum skólakerfisins er því að finna í þjóðfélagsgerð kapítalismans sem krefst hlýð- inna þjóðfélagsþegna í öllum stofnunum sínum. En þýðir þetta þá að öll barátta innan auðvaldsskipulagsins sé gagnslaus og bezt sé að bíða bara eftir byltingunni? Alls ekki. Á sama hátt og verkalýðsfélög berjast fyrir bættum kjörum og betri vinnuskilyrðum, berjast nemendur nú fyrir auknu húsnæði og betra, til kennslu og félagsstarfs og jöfn- un námsaðstöðu að svo miklu leyti sem það er hægt innan stéttaþjóðfélagsins. Hins veg- ar má lokatakmarkið, sósíalístísk umsköpun þjóðfélagsins, aldrei gleymast í umbótabar- áttunni. Á seinasta þingi Landssambands íslenzkra menntaskólanemenda urðu um það miklar 96 deilur hvort það ætti eingöngu að helga sig s. k. sérhagsmunamálum nemenda, svo sem bóksölu, fleiri nemendur í skólastjórnir o. s. frv., eða hvort það ættu að vera samtök sem sæju vandamál skólanna í víðara sam- hengi. Spunnust umræður um þetta aðallega út af tillögu þar sem lýst var yfir ánægju með val stúdenta á umræðu 1. des. síðast- liðinn. Sú tillaga hlaut samþykki meirihluta þingfulltrúa en olli mikilli óánægju meðal sérhagsmunasinnanna. I raun var þessi tillaga prófsteinn á það hvort LIM ætti að vera þröng sérhagsmunasamtök eða ekki. Sem fyrr segir urðu stuðningsmenn sérhagsmuna- stefnunnar í minnihluta og eru allar líkur á því að landssambandið klofni verði þessi mál tekin fyrir. Upp úr slíkum klofningi myndu þá væntanlega spretta baráttusamtök menntaskólanema, sem setji námslaun, jafn- rétti til náms og vandamál skólakerfisins í þjóðfélagslegt samhengi og taki höndum saman við marxísk öfl um baráttu fyrir sósí- alískri byltingu á Islandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.