Réttur


Réttur - 01.04.1972, Page 49

Réttur - 01.04.1972, Page 49
DRÖG AÐ STEFNUSKRÁ FYRIR ALÞÝÐUBAN D ALAGIÐ * „RÉTTUR“ mun smámsaman birta upp- kast það að stefnuskrá, er lá fyrir síðasta landsfundi ALÞÝÐUBANDALAGSINS. Var það í fjórum aðalköflum og birtast fimm greinar II. kafla hér. GRUNDVALLARATRIÐI UM GERÐ ÍSLENZKS ÞJÓÐFÉLAGS Stjórnmálastefna Alþýðubandalagsins miðast við þá staðreynd að á Islandi er kapítalískt hagkerfi, þe. vöruframleiðsla fyrir óskipulagðan markað í þágu auðmagns og forsjármanna þess; að hér er stéttskipt þjóðfélag þar sem borgarastétt og verka- lýðsstétt eiga andstæðra hagsmuna að gæta og togast óhjákvæmilega á. Borgarastéttin hefur efnahagslegt, pólitískt og hugmyndafræðilegt forræði i þjóðfélaginu. Það er hlutverk sósíalísks verkalýðsflokks að hnekkja for- ræði borgarastéttarinnar í öllum myndum þess, og i þeirri baráttu fléttast þessir þrír þættir saman á margvíslegan hátt. I efnahagslegu forræði borgarastéttarinnar felst það einkum að hún hefur eignbundin, lögvernduð eða stofnanaleg yfirráð yfir auðmagni og arðrænir þar með verkalýðsstéttina og aðra framleiðendur (millistéttarhópa) í þjóðfélaginu. Arðrán á sér stað þegar ósjálfstæður aðili í framleiðsluferli verður að skila drottnandi ytri aðila hluta af því gildi er hann framleiðir. Pólitískt forræði borgarastéttarinnar birtist í skipulagi og gangi stjórnmálakerfis sem hún hefur mótað, oft með nokkrum einkennum þess árangurs er sósialískar hreyfingar hafa náð. Á islandi er um að ræða fulltrúalýðræði og stofnanaveldi, en í stofnunum sitja fyrst og fremst fulltrúar borgara- stéttarinnar. Stjórnmálaþróunin hefur orðið á þá lund að stofnanaveldið þrengir stöðugt að fulltrúa- lýðræðinu og leitast i æ ríkara mæli við að stjórna þjóðfélaginu án aðhalds almennings. Við hliðina á stofnunum ríkisvaldsins og öðrum þeim jafngild- um starfa ýmis konar hagsmunasamtök. Þau eru 97 L

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.