Réttur


Réttur - 01.04.1972, Page 61

Réttur - 01.04.1972, Page 61
árunum og sætti þar illri meðferð, sem iék heilsu hans illa. Meðal þeirra bóka, er hann skrifaði eftir strið má nefna: „Krigen köpt paa Afbetaling" 1946, „Mr. Churchills 2’ Front'* 1947, „De baltiske Folks Friheds- kamp" 1948, „Pengemagt og Ruslandspoli- tik“ I—II 1953 og „Krigens Kremmere", er skrifuð var um likt leyti. Hann varð þingmaður fyrir Kommúnista- flokkinn og siðar fyrir S.F. (Socialistisk Folkeparti) og svo fyrir Vinstri sósíalista- flokkinn um tíma. Sérstaklega einbeitti hann sér að utanrikismálum og húsnæðismálum. Var m.a. fulltrúi S.F. á þingi Sameinuðu þjóðanna. ÚT ÚR EINANGRUNINNI Það voru oft mikil umbrot í danska Kommúnista- flokknum á þessum árum, en öll voru þau innan mjög þröngs hóps. Urðu þá ýmsir klofningar í flokknum og lentu sumir leiðtogar hans, svo sem Ernst Christiansen yfir til sósíaldemókrata og gerð- ust síðar um tíma forustumenn þar. Bauð Komm- únistaflokkurinn fram til þings á þessum tíma en fékk aðeins hverfandi litið fylgi, 1929 t. d. 3656 atkvæði eða 0,2% atkvæðanna. Gerbreyting á þessu varð fyrst eftir að Aksel Larsen hafði tekið við formennsku flokksins 1929 og tók að fylkja flokknum saman til einarðrar baráttu til að ná fjöldafylgi. Möguleikarnir til þess uxu gífurlega eftir að heimskreppan var skollin á og atvinnuleysið og vaxandi örbirgð sýndu af- leiðingar kapitalismans í allri sinni hryggðarmynd. Sýndi Aksel I þessari baráttu alla þá miklu áróðurs- hæfileika sína, sem áttu eftir að einkenna hann allt hans lif og gera hann að fremsta ræðumanni og áróðursmanni Danmerkur. Sérstaklega varð fræg viðureign hans við lögregluna 1932, er hann til að geta talað til atvinnulausra verkamanna, komst út í bát á skurði einum í miðri Höfn og hélt þaðan raeður til fólksins, er safnaðist saman á bökkum skurðsins. Við þingkosningarnar 16. nóv. 1932 fékk svo Kommúnistaflokkurinn i fyrsta sinn kosna þing- menn, þá Aksel Larsen og Arne Munch-Petersen. Fékk flokkurinn þá 17162 atkvæði eða 1,1% at- kvæða. (1939 fékk flokkurinn 30.893 atkv. eða Martin Nielsen 2,4%. Kommúnistaflokkur Islands fékk 1933 7,5% atkvæða, 1937 8,5%). I þeirri baráttu, sem í hönd fór, gegn auðvaldsskipulaginu sjálfu, sem blasti nú við í sinni hrottalegustu mynd: heimskreppunni og fasismanum, afsprengi þess, — safnaðist smá- saman og skólaðist i átökunum það mannval, sem síðar átti eftir að gera garðinn frægan. Sósíal- demókratarnir héldu að vísu algerri forustu í verka- lýðssamtökunum, en í einstökum verklýðsfélögum og vinnustöðvum létu kommúnistarnir mjög til sín taka og framar öllu þó í baráttu atvinnuleysingj- anna. Hugsjón sósialismans og boðskapurinn um breiða samfylkingu gegn fasismanum hreif marga menntamenn til þeirra, ekki sízt skáldin. Martin Andersen-Nexö setti sinn svip á flokkinn og þeir Hans Kirk og Hans Scherfig, báðir með beztu rit- höfundum Danmerkur, beittu sínum skörpu penn- um í þjónustu hins góða málefnis bæði þá og siðar. Og Herluf Bidstrup hóf á þessum árum að styðja flokkinn og blað hans með sínum listrænu háð- myndum. Sambönd okkar íslenzkra kommúnista við danska 109

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.