Réttur - 01.04.1972, Blaðsíða 66
ekki gleyma, hve gífurleg áhrif kalda stríðsins og
ameríska áróðursins urðu í þeim efnum.
Annað mikla verkefnið, sem nú beið flokksins,
var að breyta afstöðu sinni, allri viðmiðun í verki,
frá því að vera hetjuflokkur leynibaráttunnar, leið-
togi fólksins í vissri tegund borgarastríðs, yfir
í það að vera forystuflokkur fjöldans í hinni dag-
legu stéttabaráttu, oft tilbreytingalitilli og þreyt-
andi, þar sem sigur í miklum átökum verður aðeins
tryggður með endalausu starfi hinna mörgu í önn-
um hins daglega lífs. — Annarsvegar kemur þá
oft til sú þreyta, sem Nordahl Grieg varar svo við
í vissum kvæðum*) þreytan, þegar spennan slakn-
ar eftir áreynsluna miklu, þá baráttu upp á líf og
dauða, sem gerði meðalmenn hins daglega lífs
að hetjum og ýmsa — jafnvel undarlega — for-
ingja oft að dýrlingum þjóða.**) Og raunar er
þar ekki aðeins um þreytu að ræða, heldur og
beinlínis erfiðleika manngerðarinnar sjálfrar. Það
sýnir sig bezt eftir byltingar, hvílikum sorgleikum
það veldur, er manngerð sú, er byltingum stjórnar,
tekur að víkja fyrir þeim skipuleggjendum sem
kunna að stjórna uppbyggingu atvinnulífsins eins
vel og hinir mögnun fólksins og valdatökunni, —
en fæstir megna að vinna hvorutveggja. — Hins
vegar reynir á flokkinn og ekki sist foringja
hans að geta verið leiðtoginn á friðsamlegum tím-
um, — í lægðinni milli hinna miklu og oft hetju-
legu átaka — með öllu því samningamakki, með
hættu afsláttar og jafnvel spillingar, sem af því
getur leitt. Verkalýðurinn þarf jafnt að geta
háð stéttabaráttu sína á slíkum tímum, við slikar
aðstæður, — og megni kommúnistarnir ekki að
laga sig að því forustuhlutverki, þá ná oft aðrir
þeirri aðstöðu að geta leitt verkalýðinn og þá
máske til ósigra og inn á villigötur. — Forustu-
menn marxistísks flokks þurfa þá oft á þeim eigin-
leikum að halda að geta jafnt verið fangar í
dag sem ráðherrar á morgun. Stjórnlist góðs marx-
istísks flokks er að kunna að berjast jafnt við
hvorar kringumstæðurnar sem er og að fylkja
fjölda alþýðunnar um sig.
Hitt mikla vandamálið var afstaðan til Sovét-
ríkjanna og það erfiða vandamál að finna á þvi
rétta lausn. Og einmitt þar var steytt á mörgu
skerinu.
Fyrir stríð, þegar Sovétríkin voru eina land
heimsins, þar sem sósíalistisk bylting hafði sigrað,
var það eðlilegt að marxistiskir flokkar heims litu
á það sem eitt af verkefnum sinum að efla samúð
*) Ég á hér við tvö kvæði, sem Nordahl Grieg
ákvað að ekki skyldu birtast fyrr en að stríði
loknu. Annað er „Den menneskelige natur'1 ort
á Þingvöllum í september 1942, — kaflinn:
„Bli fremfor alt ikke trætte —
som mennesker blir etter kriger —
nár grumset og griskheten kommer
i fölge med motlösheten,
det varme rátnende dyndet
lagret av hundrede slektledd
hvor sinnet kan krype til hvile
og han som vi drepte kan oppstá".
Sami óttinn birtist hjá Nordahl Grieg I uppruna-
lega kvæðinu um Viggo Hansteen, einkum þessum
vísum:
„Fra dodstimens bleke brorskap skal de gá inn I
vár fred.
Og de vil drives tilbake og vises sitt hvilested.
114
Kanskje det samme hjertet som kunne ha gitt
sitt blod
vil ikke tále i livet det som de falne forstod.
Jorden skal ryddes for dode, blir rede til salg
og kjöp.
(Den slove tanken kan myrde sá godt som et
bosselop.)
Alt sem er lavt skal bli kalt for: den menneskelige
natur.
(Glemte er korslose graver, sveket er blodvát mur.)
Menneskets stolte hjerte, som grenselost gir
seg hen
villig, hvis det blir kalt pá, á do for en ukjentven —
menneskets stakkars hjerte som, fattig, ikke formár
á bære sin egen storhet gjennom de lange ár —
**) Slíkur var og er t. d. Peter Furubotn formaður
Kommúnistaflokks Noregs á stríðsárunum, oft kall-
aður Tito Noregs að loknu stríði.