Réttur


Réttur - 01.04.1972, Qupperneq 70

Réttur - 01.04.1972, Qupperneq 70
Kommúnistaflokkur Danmerkur geldur gamalla synda einangrunarstefnu og ósjálfstæðis og liður enn undir áhrifum þeirra. Hann nær ekki út til hins almenna kjósanda með boðskap sinn í kosningum, en hefur sterk skipulagsleg ítök í ýmsum verk- lýðsfélögum og á mikilvægum vinnustöðvum. Nýtur hann þess að í honum er mannval gott, þessi tryggi sístarfandi hópur fórnfúsra félaga, sem eru reiðubúnir að leggja mikið á sig og fórna fyrir flokkinn, aldir upp i þeirri hugsjón að flokkurinn sé þeirra eitt og ailt, fyrir hann skuli lifa og deyja. Blað flokksins, Land og Folk, er vel ritað, en einangrað hvað útbreiðslu snertir. Innra skipulag flokksins er sterkt, fjöldaáhrif af fyrgreindum ástæðum lítil. Þessir tveir flokkar róttækra sósialista i Dan- mörku hafa hvor um sig það, sem hinn vantar, til þess að geta orðið sterkir sósíalistiskir fjölda- flokkar, ef þeir bæru gæfu til samstarfs og sam- einingar í framtíðinni. En til þess þarf margt að breytast hjá báðum. En samstarf milll félaga beggja fer vaxandi nú, og er það vel. Ég býst við að Aksel hafi verið Ijóst, hvað það var sem flokk hans skortl, þótt hann hafi um leið vitað að vart yrði úr þvi bætt fyrst um sinn. Ef til vill lá það ásamt öðru i snjöllu svari hans — að vanda — við spurningu, sem lögð var fyrir hann á umræðufundi á Hótel Borg, sem Félag róttækra stúdenta gekkst fyrir i febrúar 1965. Við höfðum báðir haldið framsöguræður á þeim fundi og síðan „setið fyrir svörum", sem eðlilega komu mest í Aksels hlut. Spurningin, sem beint var til hans, var: Er S.F. marxistiskur flokkur? Og svar hans var á þessa leið: ,,Om vi er et marxistisk parti er det ikke mit at dömme. Men at vi vil være det er jo klart." („Hvort við erum marxistiskur flokkur er ekki mitt að dæma um, en að við vlljum vera það, er augljóst".). Aksel og félögum hans, sem sjálfir höfðu ára- tugum saman tekið þátt í alþjóðlegu samstarfi, var áfram um að efla alþjóðasambönd sín, þótt alþjóða- hyggja þeirra yrði nú að lelta Inn á aðrar brautir en fyrr. Ég var fulltrúi Sósíallstaflokksins á flokks- þingi þeirra I október 1965 í Hillered. Sátu það þing fulltrúar, — eigi aðeins frá þeim norrænu flokkum, er saman voru í Osló sem fyrr getur, held- ur og frá P.S.I.U.P., — ítalska vinstrisósíalista- flokknum, sem heima fyrir ástundar gott samstarf við kommúnistaflokkinn, — Kommúnistaflokki Júgó- slava (ef ég man rétt), — Mapam, vinstri sósíal- istaflokki Israel, — hollenzka pasifista-flokknum og fleirum. Var ánægjulegt að kynnast fulltrúum þessum. — Aksel lagði einnig mikla áherzlu á að hafa gott samband við Kommúnistaflokka Rúmeníu og Júgóslaviu. — Það er hinsvegar Ijóst, að eigi alþjóðahyggja verkalýðsins að verða það afl, sem mannkynið nú þarfnast, þá er ekki nóg að flokkar þeir, sem lent hafa á milli hinna voldugu fylkinga kommúnista annarsvegar og sósíaldemókrata (hvað Evrópu snertir) hinsvegar, — eða jafnvel utan við þær, — vinni saman innbyrðis, heldur er það lífs- nauðsyn að samstarf takist og við kommúnista- flokkana og sósíaldemókrataflokkana, þrátt fyrir allan ágreininginn, mikinn og djúpstæðan. Sósíal- istaflokkurinn íslenzki mótaði þegar i upphafi þá stefnu að slíkt væri rétt og nauðsynlegt. Og ég býst við að æ fleiri aðilar, sem ábyrgðartilfinningu hafa fyrir þróun sósíalismans í heiminum, aðhyllist þá skoðun. Það er sjónarsviptir á stjórnmálasviði Norður- landa, er Aksel nú hefur kvatt það fyrir fullt og allt. Aksel Larsen var ákafur fylgismaður norrænnar samvinnu og barðist fyrir eflingu hennar á öllum sviðum. Honum voru það mikil vonbrigði að ekki skyldi komast á efnahagsbandalag Norðurlanda. Og að sama skapi barðist hann af lífi og sál gegn inngöngu Danmerkur í Efnahagsbandalag Evrópu. I Norðurlandaráði átti hann sæti í samgöngumála- nefnd og unnu þeir Magnús Kjartansson þar saman síðustu árin. Sérstakt áhugamál Aksels á þessu sviði var brú yfir Eyrarsund. Með henni vildi hann bókstaflega binda Danmörku landfræðilega við hin Norðurlöndin og áleit það miklð atriði í þvi að hindra að Danmörk yrði „dregin" suður I risariki evrópsku auðhringanna.. Axel hafði nokkrum sinnum heimsótt Island sið- asta áratug, einkum er þing Norðurlandaráðs voru haldin hér. Síðasta heimsókn hans hingað var 23. 118
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.