Réttur


Réttur - 01.01.1974, Qupperneq 5

Réttur - 01.01.1974, Qupperneq 5
í þeirri kosningabaráttu sem nú er að hefj- ast um allt landið má gera ráð fyrir miklum umræðum um sveitarfélögin og stöðu þeirra í stjórnkerfinu. Umræður þessar verða án efa verulega markaðar af afstöðu manna til vinstri stjórnarinnar. Sjálfstæðismenn gera það að meginefni ræðu sinnar, að vinstri stjórnin hafi ofsótt sveitarfélögin og eflt miðstjórnar- vald, sem í tali þeirra nú, flokkast til hins illa. Þessar staðhæfingar byggja á því einu, að Alþingi hefur ákveðið að ríkið skuli bera kostnað af dýrri samfélagslegri þjónustustarf- semi, sem áður hvíldi á sveitarfélögum, og þau voru mjög misjafnlega viðbúin að mæta. Samtök sveitarfélaganna sjálfra höfðu ein- dregið farið fram á að þessi breyting yrði gerð á þeim forsendum, að það væri Alþingi en ekki sveitarfélögin, sem tæki ákvörðun um hve víðtæka og dýra þjónustu bæri að veita. Þarna er um að ræða Almannatrygging- ar og þar með sjúkrakostnað að mestu og löggæslu. Ennfremur hefur ríkið tekið að sér stóraukinn hlut í byggingarkostnaði sjúkra- húsa og annarra heilbrigðisstofnana og einnig njóta nú elliheimili og dagvistunarheimili barna framlaga úr ríkissjóði. Enginn þing- maður Sjálfstæðismanna treysti sér til að vera á móti þessum ráðstöfunum, en þeir berjast nú allir sem einn á móti þeim sjálfsögðu afleiðingum breytinganna, að ríkissjóður þarf þeirra vegna að taka til sín aukið fé og hlut- deild sveitarfélaganna í skattheimtu minnkar að tiltölu. Þegar þessi áróðursþáttur umræðnanna hefur verið skilinn frá stendur eftir sá kjarni málsins, sem full ástæða er að ræða gaurn- gæfilega. Hver á þáttur þessara frumeininga stjórnkerfisins að vera og hvers konar milli- stig er heppilegast að mynda milli sveitar- félags og ríkis þar sem sýsluskipanin er greinilega ekki lengur fullnægjandi form. Sveitarstjórnir hafa að undanförnu verið að skapa slíkt millistig með landshlutasam- tökum sveitarfélaga. Þessi samtök geta vafa- laust þróast upp í að verða eðlilegur þáttur í stjórnkerfinu. En til þess að svo geti orðið þar að gefa þeim lýðræðislega uppbyggingu. Með núverandi fyrirkomulagi eru þau í reynd samtök meirihlutaaðila í sveitarstjórnum vegna þess að meirihlutaaðilar ráða vali lang- flestra þeirra fulltrúa sem sitja fundi sam- takanna. Úrslit sveitarstjórnakosninga á hverjum stað mótast alltaf að nokkru af staðbundnum viðhorfum, en í meginatriðum ráðast þau þó alls staðar af mati fólks á hinum pólitísku flokkum og verkum þeirra. Alþýðubandalag- ið á að geta vænst verulegs árangurs á grund- velli starfa sinna síðustu árin, en allur al- menningur viðurkennir ríkan þátt þess í þeirri atvinnuuppbyggingu, sem hefur gjörbreytt lífsafkomu manna og enginn kemst hjá að viðurkenna alger umskipti til hins betra fyrir aldraða og öryrkja undir forystu Alþýðu- bandalagsins í tryggingamálum. 5
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.