Réttur


Réttur - 01.01.1974, Blaðsíða 31

Réttur - 01.01.1974, Blaðsíða 31
Karl Liebknecht Rosa Luxemburg Wilhelm Pieck ,,En hvernig komust í yðar eigu eintökin af Rauða fánanum?" spurði höfuðsmaðurinn lymskulega. „Auðskilið!" svaraði Wilhelm Pieck rólega eins og um ósköp venjulegt spjall væri að ræða, en ekki líf eða dauða. ,,Á þessum æsingatímum verð- um við blaðamenn að vita allt og kynna okkur allar skoðanir. Þess vegna varð ég mér úti um þessi eintök af blaðinu." Meðan á þessu stóð hafði Wilhelm Pieck auð- vitað náð sér í stól og fengið sér sæti, jafnframt því sem hann gaf andstæðingi sínum nánar gætur. Það lýsti sér bæði undrun og efi í svip höfuðs- mannsins. „Ég get ekki sleppt yður fyrirvaralaust", sagði hann loks, „fyrst verður að sannprófa fram- burð yðar." Hálfur sigur vakti vonir Wilhelms Pieck. Þá var að slá út næsta trompi. Hann reis á fætur, horfði fast á höfuðsmann- inn, talaði með hægð og lagði þunga í hvert orð: „Herra höfuðsmaður, í þessu hóteli eru fangar ekki öruggir um líf sitt. Það mundi valda yður miklum óþægindum ef eitthvað kæmi fyrir blaða- mann frá hinu þekkta blaði Frankfurter Zeitung meðan hann væri í yðar vörslu!" Eftir nokkurt hik skipaði höfuðsmaðurinn liðs- foringja einum, að láta færa fangann til næstu her- stöðvar og láta kanna þar framburð hans. „Ég vil ekki að neitt hendi hann", bætti hann við. Þannig komst Wilhelm Pieck úr morðingjabælinu. Hann var nóttina i herstöðinni og allan timann óttaðist hann, að Pabst höfuðsmaður kæmist að raunverulegu nafni hans. Að morgni var farið með hann á aðra herstöð og siðan á aðallögreglustöð- ina. Þar var hann látinn bíða úti í garðinum. Aðeins einn varðmaður var í fylgd með honum. Wilhelm Pieck spurði hann hvort það væri rétt, að Rósa Lúxembúrg og Karl Liebknecht hefðu verið myrt. Maðurinn svaraði vandræðalega: „Já, en ég kom þar hvergi nærri!" „Ég er vinur Karls og Rósu", sagði Wilhelm Pieck lágt. „Nú á að fara með mig í fangelsi hers- ins. Hver veit hvað þeir gera við mig þar. Komdu, við skulum fara héðan áður en liðsforinginn kemur aftur." „Þá hypja ég mig lika burt", sagði hermaðurinn, ,,ég er búinn að fá nóg af þessum þorpurum." Enginn varnaði þeim útgöngu um hliðið út á götuna. Wilhelm Pieck er frjéls. Hann slapp frá morðingjunum, hann var ekki drepinn. 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.